fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Pressan

Úkraínumenn fordæma Woody Allen

Pressan
Þriðjudaginn 26. ágúst 2025 08:32

Woody Allen. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn og leikstjórinn Woody Allen hefur verið harðlega gagnrýndur af stjórnvöldum í Úkraínu fyrir að koma fram á kvikmyndahátíð í Rússlandi um helgina.

Allen, sem verður níræður síðar á árinu, flutti erindi í gegnum fjarfundarbúnað á kvikmyndahátíðinni í Moskvu á sunnudag.

Í rússneskum fréttamiðlum sáust myndir af Allen flytja erindi fyrir fullum bíósal. Lýsti Allen dálæti sínu á rússneskri kvikmyndagerð og ferðalögum sínum til Rússlands og Sovétríkjanna á sínum tíma.

Utanríkisráðuneyti Úkraínu fordæmdi Allen og sagði þátttöku hans á hátíðinni „hneyksli og móðgun“ við fórnarlömb innrásar Rússa í landið á síðustu árum.

Allen reyndi að klóra í bakkann í yfirlýsingu sem hann sendi AP-fréttaveitunni í gær. Í henni sagðist hann fordæma ákvarðanir Vladimír Pútíns í stríðinu við Úkraínu og það hefði sannarlega valdið gríðarlegri þjáningu hjá saklausum borgurum.

„En burt séð frá þeim ákvörðunum sem stjórnmálamenn taka finnst mér það aldrei hjálplegt að slíta á listræn tengsl eða samtal um listir,” sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingurinn í hraðsuðukatlinum – Vildi finna að „þeir væru hluti af honum“

Hryllingurinn í hraðsuðukatlinum – Vildi finna að „þeir væru hluti af honum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þakklát frænda sínum fyrir að hafa drepið föður hennar

Er þakklát frænda sínum fyrir að hafa drepið föður hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér springa þrjár sprengjur á hverri nóttu – Og þetta er í miðri Evrópu

Hér springa þrjár sprengjur á hverri nóttu – Og þetta er í miðri Evrópu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjölskylduharmleikur: Myrti fullkomna fjölskyldu sína og tók eigið líf nokkrum dögum eftir ákall um hjálp á samfélagsmiðlum

Fjölskylduharmleikur: Myrti fullkomna fjölskyldu sína og tók eigið líf nokkrum dögum eftir ákall um hjálp á samfélagsmiðlum