Express skýrir frá þessu og segir að stúlkan, sem hét Lisa, hafi hringt í lögregluna til að tilkynna að maður væri að elta hana. Er maðurinn sagður hafa stungið hana til bana á meðan á símtalinu stóð. Lík hennar fannst í vegkanti síðasta miðvikudagsmorgun.
Maðurinn, sem er 22 ára, er einnig grunaður um að hafa nauðgað konu í Amsterdam fjórum dögum áður en hann myrti Lisa. Hann er einnig grunaður um að hafa ráðist á enn eina konuna fimm dögum fyrir morðið.
Lisa var að hjóla frá Amsterdam til bæjarins Abcoude um klukkan 03.30 aðfaranótt miðvikudags þegar hún tók eftir því að maður elti hana. Hún hringdi í neyðarlínuna til að biðja um hjálp en var þá stungin til bana.
Hollenski miðillinn NOS segir að hinn handtekni hafi búið í húsnæði á vegum yfirvalda í Amsterdam.
Efnt hefur verið til mótmæla víða um landið vegna málsins og hafa mótmælendur krafist þess að konur og stúlkur geti verið öruggar.