Svo virðist sem ákveðin tegund karla sé líklegri til að halda framhjá maka sínum og hefur það að gera með annað hvort tegund atvinnu þeirra eða skort á henni.
Samkvæmt nýrri rannsókn sem Stofnunin fyrir fjölskyldurannsóknir (e. Institute For Family Studies) framkvæmdi þá eru karlar í valdamiklum stöðum, eins og forstjórar, skurðlæknar og læknar, og þeir sem eru atvinnulausir líklegri til að halda framhjá maka sínum en aðrir.
Wendy Wang rannsakaði starfsgreinagögn úr General Social Survey (GSS) og komst að þeirri niðurstöðu að 18% karla í þessum æðstu stöðum hafa verið ótrúir í hjónabandi sínu.
Og hins vegar eru atvinnulausir karlar á aldrinum 25 til 54 ára líklegri til að stunda kynlíf utan hjónabands þar sem um 1-5 þeirra hafa þegar haldið framhjá.
Rannsóknir hafa sýnt að karlar án vinnu eða þeir sem reiða sig á eiginkonur sínar fyrir fjárhagslegan stuðning finna fyrir minnimáttarkennd og óöryggi, sem oft leiðir til þess að þeir leita einhvers konar uppfyllingar annars staðar, sem þýðir að þeir eru líklegri til að vera ótrúir makanum.
Samkvæmt gögnum GSS komst Wang að því að 14% kvenna viðurkenna að hafa haldið framhjá maka sínum. Munurinn er sá að konur í lægra settum störfum eru líklegri til framhjáhalds (21%) en þær sem eru í hærri stöðum (9%).
Madeline Smith hefur bent á merki sem geta verið vísbending um að makinn sé að halda framhjá. Ef hann felur símann sinn þegar þið eruð saman, er það rautt flagg.
„Þegar þið eruð úti að borða, eða bara í sófanum að horfa á sjónvarpið, skilur maðurinn þinn símann sinn eftir með framhliðina upp eða niður?“ spurði Smith í dálki fyrir Daily Mail. „Það kann að virðast ómerkilegt, en spurðu sjálfa þig: hvað gæti mögulega komið upp á skjáinn sem hann vill ekki að neinn sjái?“
„Mér finnst það bull þegar fólk segir að símar eigi að vera einkamál,“ hélt hún áfram. „Þú getur verið hver sem er á netinu (treystu mér, ég veit það), og þú ættir að viðurkenna að maki þinn gæti fundið fyrir óöryggi varðandi netnotkun þína.“
Annað merki er ef maki þinn birtir aldrei neinar myndir af ykkur tveimur saman á samfélagsmiðlum.
„Það var strax viðvörunarmerki að það voru engar myndir af ófrískum viðskiptavin mínum á Instagram reikningi mannsins hennar,“ sagði Smith. „Jafnvel þótt hann fullyrði að hann birti aldrei færslur á samfélagsmiðlum, ættirðu að minnsta kosti að vera á prófílmyndinni hans.“
„Maki þinn ætti að vera stoltur af því að sýna þig,“ bætti hún við. „Ef hann er það ekki, þá bendir það til skorts á skuldbindingu.“
Og ef hann vill ekki gefa upp staðsetningu sína, þá ættirðu að vera tilbúin að ljúka sambandinu.
„Nú til dags er eðlilegt að hafa ástvini sína á staðsetningardeilingarforritum,“ sagði Smith. „Eitt af viðvörunarmerkjunum sem ég heyri oft er: „Staðsetning eiginmannsins míns virðist alltaf slökkva á sér án nokkurrar skýringar.“
„Svikarar finna upp á einhverri afsökun fyrir því að þeir vilja ekki deila staðsetningu sinni, en krefjast þess svo að kærastan þeirra deili sinni,“ segir Smith.