Ormurinn verður hýsil sínum að bana ef engin meðferð er veitt.
Hann fannst í manneskju í Maryland en hún var nýkomin frá Gvatemala.
Reuters hefur eftir Beth Thompson, yfirdýralækni ríkisins, að henni hafi verið tilkynnt um málið í síðustu viku.
Sjúklingurinn fékk viðeigandi meðferð og viðeigandi varúðarráðstafanir voru gerðar að sögn Sky News.
Kvenormurinn verpir eggjum í sár á dýrum með heitt blóð og þegar þau klekjast út, byrja mörg hundruð lifrur að éta sig í gegnum holdið með öflugum munni sínum.