fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Pressan

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra

Pressan
Mánudaginn 25. ágúst 2025 03:14

Andrej Babis

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta hljómar eins og góð lygasaga en er engu síður sönn saga. Hér koma við sögu hljóðupptökur af skipulagningu launmorðs á hundi og milljarðamæringur sem vill gjarnan verða forsætisráðherra.

Þetta er í raun fáránleg pólitísk saga frá Tékklandi sem snýst um hvað sé til ráða þegar þingkona, sem er sökuð um að vilja ráða leigumorðingja til að drepa hund nýju kærustu fyrrum eiginmanns hennar, kemur úr sama flokki og sá sem þykir líklegastur til að verða næsti forsætisráðherra.

Politico fjallaði um málið sem getur haft afgerandi áhrif á þingkosningarnar í Tékklandi og um leið haft áhrif á stuðning Evrópu við Úkraínu.

Andrej Babis þykir sigurstranglegur í aðdraganda þingkosninganna í Tékklandi í október. Hann er milljarðamæringur og vel þekktur fyrir að hafa staðið mörg hneykslismál af sér.

En hann hefur átt í vök að verjast undanfarið vegna hljóðupptakna sem miðillinn Seznam Zpravy birti. Á þeim heyrist þingkona úr ANO-flokknum, sem er flokkur Babis, ræða um að eyðileggja fyrirtæki fyrrum eiginmanns hennar og að ráða einhvern til að drepa hund nýju kærustu eiginmannsins fyrrverandi.

Politico segir að málið snerti marga í landinu því talið er að á 42% heimila í landinu sé hundur og er hlutfallið eitt það hæsta í Evrópu.

Þingkonan þvertekur fyrir að hafa sagt það sem hún heyrist segja á hljóðupptökunni en Babis ákvað samt að fjarlægja hana af framboðslista flokksins og sagði ekki sé hægt að hafa manneskju af þessu tagi í flokknum. „Ég brást strax við þessu af því að við elskum öll saman dýr,“ sagði hann á kosningafundi.

Hinn tékkneski Trump

Babis var forsætisráðherra Tékklands frá 2017 til 2021 og hefur verið lýst sem hinni tékknesku útgáfu af Donald Trump.

Eins og svo margir hægrisinnaðir popúlistar í Evrópu, veðjar hann á árangur í stjórnmálum með því að vera andsnúinn innflytjendum, umhverfisvernd og ESB.

Pólitískt séð er hann á svipuðu róli og Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, og Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu.

Í viðtali við Financial Times sagðist hann fullur efasemda um stuðning ESB við Ungverjaland en gat þess um leið að Pútín hafi „gert stór mistök“ með því að ráðast á Úkraínu.

En hann segir líka að hin meinta ógn sem stafi af Rússlandi sé ofmetin.

Ef hann sigrar í kosningunum mun Tékkland ekki láta Úkraínu fleiri vopn í té.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona getur þú sjálf(ur) minnkað blóðfitumagnið þitt

Svona getur þú sjálf(ur) minnkað blóðfitumagnið þitt
Pressan
Í gær

„Það var gríðarlegt eldhaf svo ég vissi að ég hafði ekki langan tíma“

„Það var gríðarlegt eldhaf svo ég vissi að ég hafði ekki langan tíma“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keypti sér köngulær – Þær urðu honum að bana

Keypti sér köngulær – Þær urðu honum að bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Breskur tölvuleikjaspilari horfði á þegar vinkona hans var myrt í beinni útsendingu

Breskur tölvuleikjaspilari horfði á þegar vinkona hans var myrt í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjokk í Frakklandi – Áhrifavaldur lést í beinni útsendingu

Sjokk í Frakklandi – Áhrifavaldur lést í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Coldplay tjáir sig eftir hneykslið – „Við höldum þessu áfram“

Coldplay tjáir sig eftir hneykslið – „Við höldum þessu áfram“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Alaskabúi fékk ótrúlega gjöf frá Pútín

Alaskabúi fékk ótrúlega gjöf frá Pútín
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea hækkar í hátalaradeilunni

Norður-Kórea hækkar í hátalaradeilunni