Fram að þessu hefur Wurstkuchl kráin í Bæjaralandi gert tilkall til þess að vera „elsti Bratwurstsölustaður heimsins“.
Kráin er við steinbrúna í Regensburg. Elstu skráðu heimildir um matsölu á steinbrúnni eru frá 1378.
BBC skýrir frá þessu og segir að nú hafi sagnfræðingar í Erfurt, höfuðborg Thuringia, fundið skjal frá 1269 þar sem fram komi að fólk hafi leigt hús með kjötsteikingarstað (Brathütte) og steikarpönnu (Bräter) rúmum 100 árum áður en pylsusalan hófst í Regensburg.
Sagnfræðingar eru nú að leita að staðnum í Erfurt þar sem pylsusalan fór fram. Enginn veitingastaður þar hefur, enn sem komið er, getað gert tilkall til þess að vera elsti Bratwurst sölustaður heims.