The Independent segir að rússneskir fréttamenn hafi fyrir tilviljun hitt Warren á götu úti áður en fundurinn hófst. Þeir stoppuðu til að dást að mótorhjóli Warren en það var framleitt af fyrirtækinu Ural, sem var stofnað 1941 í þáverandi Sovétríkjunum.
Warren sagði fréttamönnunum að hann ætti í erfiðleikum með að verða sér úti um varahluti í hjólið. Þetta barst Pútín til eyrna og hann brást hratt við og lét starfsmann rússneska sendiráðsins útvega nýtt Ural-mótorhjól sem Warren fékk gefins.
Þegar fulltrúi sendiráðsins afhenti Warren mótorhjólið sagði hann að það væri persónuleg gjöf frá Pútín.
Warren var ánægður með þetta og sagði: „Ég er orðlaus. Þetta er frábært. Ég kann vel við gamla mótorhjólið mitt en þetta er augljóslega betra.“