fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Pressan

Þess vegna er mikilvægt að eyða leitarsögunni í Google

Pressan
Laugardaginn 2. ágúst 2025 19:30

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir hugsa eflaust ekki út í það að í hvert sinn sem þeir slá eitthvað inn í leitarstrenginn hjá Google, þá skrifa þeir um leið einhverskonar dagbók.  Dagbók sem þeir deila með einu stærsta tæknifyrirtæki heims.

Það skiptir engu hvort leitað er að uppskriftum, sjúkdómseinkennum eða fréttum. Allt er þetta skráð og upplýsingarnar geymdar. Ekki bara í tölvunni eða símanum þínum, heldur einnig á netþjónum Google.

Þessar leitir eru ekki bara hentugar styttri leiðir að upplýsingum, þær eru einnig verðmætar fyrir auglýsendur. Þeim mun meira sem þú leitar, skoðar og eyðir tíma í að skoða, þeim mun betur þekkja algórytmarnir þig.

Teksiden segir að það þýði síðan fleiri auglýsingar, sem er beint markvisst að hverjum og einum, og einnig meira eftirlit, fleiri skráningar og minna stafrænt frelsi.

Android-símar, sem flestir Google-notendur nota, eru sérstaklega viðkvæmir fyrir miklu gagnamagni. Leitarsaga, sem byggist upp á mörgum mánuðum og/eða árum, getur að lokum gert stýrikerfið mjög hægvirkt.

Með því að eyða leitarsögunni er verið að geta nánast það sama og þegar tekið er til í geymslunni. Það losnar um pláss og kerfið virkar betur og hraðar.

Það er hægt að eyða leitarsögunni handvirkt í gegnum stillingar hjá Google og það er líka hægt að láta þær eyðast sjálfkrafa á nokkurra mánaða fresti. Það ætti að veita þér meiri stjórn yfir þínum eigin upplýsingum og jafnvel meiri hugarró.

Síðan er rétt að spyrja sig hvort þú hafi þörf fyrir að Google muni allt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Baðvigtin kom upp um framhjáhald eiginmannsins – „Þetta er rannsókn á sérfræðistigi“

Baðvigtin kom upp um framhjáhald eiginmannsins – „Þetta er rannsókn á sérfræðistigi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skurðlæknir kallaður „Hugrakkasti Bretinn“er í slæmum málum

Skurðlæknir kallaður „Hugrakkasti Bretinn“er í slæmum málum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leggja háar sektir á ferðamenn í ferðamannaparadísinni – „Þetta er á ábyrgð allra“

Leggja háar sektir á ferðamenn í ferðamannaparadísinni – „Þetta er á ábyrgð allra“