Með tímanum getur þetta orðið til þess að súr og þung lykt festist í handklæðunum og þetta getur einnig verið slæmt fyrir húðina, sérstaklega ef þú ert með viðkvæma húð eða sprungna.
Svona er besta meðferðin á handklæðum:
Hengdu það upp strax eftir notkun, helst á snaga eða stöng þar sem það getur þornað hratt.
Ekki láta það liggja í rakri hrúgu, sérstaklega ekki á gólfinu eða í lokaðri körfu.
Notaðu handklæðið bara einu sinni á dag og ekki deila því með öðrum.
Þvoðu það reglulega, jafnvel þótt það virðist ekki vera óhreint. Þvoðu það við 60 gráður því það drepur flestar bakteríur.
Með því að þvo handklæðin tímanlega og með því að láta þau þorna vel, tryggir þú bæði gott hreinlæti og lengri líftíma og sleppur við þá leiðinlegu upplifun að þurrka þér með súru og frekar ógeðslegu handklæði.