fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Pressan

Svona oft á að þvo handklæði

Pressan
Laugardaginn 2. ágúst 2025 17:30

Þessi hljóta að hafa verið þvegin á réttan hátt. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar þú þurrkar þér með handklæði, þá er það ekki bara vatn sem lendir í handklæðinu. Það gera einnig dauðar húðfrumur og náttúrulegar olíur. Ef handklæðið er látið liggja í rakri hrúgu, loftlitlu baðherbergi eða nær ekki að þorna alveg, þá skapast fullkomnar aðstæður fyrir bakteríur og sveppi.

Með tímanum getur þetta orðið til þess að súr og þung lykt festist í handklæðunum og þetta getur einnig verið slæmt fyrir húðina, sérstaklega ef þú ert með viðkvæma húð eða sprungna.

Svona er besta meðferðin á handklæðum:

Hengdu það upp strax eftir notkun, helst á snaga eða stöng þar sem það getur þornað hratt.

Ekki láta það liggja í rakri hrúgu, sérstaklega ekki á gólfinu eða í lokaðri körfu.

Notaðu handklæðið bara einu sinni á dag og ekki deila því með öðrum.

Þvoðu það reglulega, jafnvel þótt það virðist ekki vera óhreint. Þvoðu það við 60 gráður því það drepur flestar bakteríur.

Með því að þvo handklæðin tímanlega og með því að láta þau þorna vel, tryggir þú bæði gott hreinlæti og lengri líftíma og sleppur við þá leiðinlegu upplifun að þurrka þér með súru og frekar ógeðslegu handklæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Baðvigtin kom upp um framhjáhald eiginmannsins – „Þetta er rannsókn á sérfræðistigi“

Baðvigtin kom upp um framhjáhald eiginmannsins – „Þetta er rannsókn á sérfræðistigi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skurðlæknir kallaður „Hugrakkasti Bretinn“er í slæmum málum

Skurðlæknir kallaður „Hugrakkasti Bretinn“er í slæmum málum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leggja háar sektir á ferðamenn í ferðamannaparadísinni – „Þetta er á ábyrgð allra“

Leggja háar sektir á ferðamenn í ferðamannaparadísinni – „Þetta er á ábyrgð allra“