fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Pressan

Eitthvað undarlegt var undir rúmi konunnar – Reif gólffjalir upp og áttaði sig á alvarleika málsins

Pressan
Laugardaginn 2. ágúst 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ung kona, sem býr í Louisiana í Bandaríkjunum, byrjaði að heyra undarleg hljóð undir rúmi sínu stóð henni ekki á sama. Hún taldi best að setja sig í samband við Jeff Horchoff og biðja hann um aðstoð.

Jeff er sérfræðingur í flestu er varðar býflugur og þar sem konuna grunaði að býflugur hefðu hreiðrar um sig undir rúmi hennar varð Jeff fyrir valinu.

Jeff fjarlægir eina gólffjöl.

Jeff kom heim til konunnar og kannaði málið. Hann reif upp gólffjalir undir rúmi konunnar til að kanna málið. Hann gerði þetta hægt og rólega því það er betra að fara varlega að býflugum til að reita þær ekki til reiði.

Það var eins og hann grunaði, undir gólffjölunum var hið myndarlegasta býflugnabú með mörg þúsund býflugum.

Flugurnar höfðu komið sér vel fyrir.

Þar sem Jeff veit sem er að býflugur eru gríðarlega mikilvægar fyrir vistkerfið vildi hann ekki drepa þær. Hann útbjó því sérstaka kassa sem hann lokkaði býflugurnar inn í. Síðan gat hann flutt þær út úr húsinu í þessum kössum.

Jeff flutti flugurnar út í kössum sem þessum.

Unga konan losnaði því við býflugurnar og þeim var sleppt út í náttúruna til að þær gætu haldið áfram að sinna sínu mikilvæga hlutverki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Baðvigtin kom upp um framhjáhald eiginmannsins – „Þetta er rannsókn á sérfræðistigi“

Baðvigtin kom upp um framhjáhald eiginmannsins – „Þetta er rannsókn á sérfræðistigi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skurðlæknir kallaður „Hugrakkasti Bretinn“er í slæmum málum

Skurðlæknir kallaður „Hugrakkasti Bretinn“er í slæmum málum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leggja háar sektir á ferðamenn í ferðamannaparadísinni – „Þetta er á ábyrgð allra“

Leggja háar sektir á ferðamenn í ferðamannaparadísinni – „Þetta er á ábyrgð allra“