fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Pressan

Lyktarskyn dótturinnar kom upp um morðingja móður hennar

Pressan
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 21:30

Shannon var dæmd í 30 ára fangelsi. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 3. júlí 2023 hafði dóttir Heather Sheppard, sem bjó í Jacksonville í Flórída, samband við lögregluna og tilkynnti að móðir hennar væri horfin. Hún hafði síðast séð hana nokkrum dögum áður heima hjá Shannon McCarthy, sem var unnusta Heather.

Þegar dóttirin reyndi, við annan mann, að komast inn heima hjá Shannon til að kanna hvort Heather væri þar, vildi hún ekki leyfa þeim það og sagði að Heather væri farin.

Þann 4. júlí hafði Shannon samband við dótturina og bað hana um að koma og sækja eigur Heather. Dóttirin fór þangað ásamt vini sínum. Þegar þangað var komið vildi Shannon ekki leyfa þeim að fara út á veröndina við húsið. Dóttirin og vinur hennar fundu megnan óþef leggja frá veröndinni og létu lögregluna vita af því.

Lögreglumenn fóru heim til Shannon næsta dag og veitti hún þeim heimild til að leita í húsinu. Þeir sáu Shannon henda teppi yfir eitthvað á veröndinni. Þegar þeir kíktu undir teppið fundu þeir rotnandi líkamsleifar Heather.

Þegar rætt var við nágranna, sögðust þeir hafa heyrt byssuskot bæði 28. og 30. júní.

Lögreglan fann mörg skotvopn við leit í húsinu.

Shannon var handtekin og játaði að hafa sent Heather textaskilaboð þar sem hún hafði í hótunum um að drepa hana.

Krufnin leiddi í ljós að Heather hafði verið skotin mörgum skotum. Sérfræðingar staðfestu síðar að skotunum hafði verið hleypt af úr einni byssu Shannon.

Shannon var dæmd í 30 ára fangelsi í síðustu viku eftir að hún hafði játað sök fyrir dómi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tekinn með 12 kg af gulli í tollinum – Grunaður um peningaþvætti

Tekinn með 12 kg af gulli í tollinum – Grunaður um peningaþvætti
Pressan
Í gær

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Brynhild flutti til Ameríku – Svo drap hún 40 menn og fjölda barna

Brynhild flutti til Ameríku – Svo drap hún 40 menn og fjölda barna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ef þú ferð að heiman í nokkra daga, þá skaltu skilja ryksuguna eftir á áberandi stað

Ef þú ferð að heiman í nokkra daga, þá skaltu skilja ryksuguna eftir á áberandi stað