fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Pressan

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf

Pressan
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Amy Parry kom heim til sín síðdegis mánudaginn 21. apríl síðastliðinn bjóst hún við að hitta þar fyrir eiginmann sinn til 17 ára, Ed.

Hjónin voru búsett í þorpinu Seasalter í Kent í suðausturhluta Englands ásamt tveimur sonum sínum, 18 og 13 ára.

Þegar Amy kom heim þennan dag var Ed hvergi sjáanlegur. Lyklarnir hans voru inni í húsinu, hann svaraði ekki í símann og bíllinn var heima. „Það var eins og einhver hefði rænt honum,“ segir hún í samtali við KentOnline.

Hún hafði samband við lögreglu um klukkan 20 þetta kvöld og kom lögreglan um fjórum tímum síðar og tók skýrslu. Leitað var að Ed daginn eftir og farið í gegnum öryggismyndavélar, en ekkert fannst sem gat varpað ljósi á hvarf hans.

Það var svo ekki fyrr en tveimur dögum eftir hvarf hans að Amy gerði óhugnanlega uppgötvun á bak við skúr í garðinum við heimili þeirra. Þar lá Ed látinn í blóði sínu.

„Ég fann hann eiginlega bara vegna þess að hundarnir okkar voru stöðugt að fara á bak við skúrinn. Þá rann það upp fyrir mér hvað hafði gerst,“ segir hún.

Þennan dag var almennur frídagur í Bretlandi og hafði Ed ákvað að nýta daginn til að hreinsa til í garðinum, klippa tré og slá grasið. Svo virðist vera sem hann hafi látist af slysförum því hann var með áverka eftir keðjusög á vinstri handleggnum.

Dánardómstjóri hefur nú úrskurðað að um slys hafi verið að ræða og ekkert bendi til þess að dauðsfallið hafi borið að með saknæmum hætti. Þá var talið útilokað að Ed hafi veitt sjálfum sér þá áverka sem leiddu til dauða hans þar sem hann átti sér enga sögu um þunglyndi eða sjálfskaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tekinn með 12 kg af gulli í tollinum – Grunaður um peningaþvætti

Tekinn með 12 kg af gulli í tollinum – Grunaður um peningaþvætti
Pressan
Í gær

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Brynhild flutti til Ameríku – Svo drap hún 40 menn og fjölda barna

Brynhild flutti til Ameríku – Svo drap hún 40 menn og fjölda barna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ef þú ferð að heiman í nokkra daga, þá skaltu skilja ryksuguna eftir á áberandi stað

Ef þú ferð að heiman í nokkra daga, þá skaltu skilja ryksuguna eftir á áberandi stað