fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Pressan

Japönsk yfirvöld óttast að sonur leiðtoga sarín-söfnuðarins stýri nýjum hryðjuverkasamtökum

Pressan
Miðvikudaginn 30. júlí 2025 07:00

Frá Tókýó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanska leyniþjónustan hefur áhyggjur af því að sonur Chizuo Matsumoto, einnig þekktur sem Shoko Asahara, hafi stofnað ný hryðjuverkasamtök, eða söfnuð, sem byggi á sama grunni og samtök föðurins. Samtök hans stóðu fyrir árás með hinu banvæna taugagasi sarín í neðanjarðarlestarkerfinu í Tókýó 1995.

Að minnsta kosti 14 manns létust í árásinni og rúmlega 5.000 veiktust.

Söfnuðurinn var bannaður og leystur upp eftir árásina og Matsumoto og 12 samverkamenn hans voru teknir af lífi 2018.

Aðrir hópar hafa haldið áfram að dreifa heimsenda skilaboðum safnaðarins síðan. Einn sá þekktasti heitir Aleph og fjölgar meðlimum hans stöðugt þrátt fyrir að starfsemi hans hafi verið takmörkuð af yfirvöldum vegna þess að söfnuðurinn hefur ekki veitt nægilega góðar upplýsingar um eignir sínar.

Leyniþjónustan skýrði frá því í síðustu viku að 31 árs sonur Asahara, sem ekki er vitað með vissu hver er, komi að ákvarðanatöku og aðgerðum á vegum samtakanna. Er hann sagður hafa verið viðriðin starfsemi þeirra síðasta áratuginn og njóti aðstoðar Tomoko Matsumoto, 66 ára ekkju Asahara.

The Japan Times segir að 2017 hafi sonurinn byrjað að kalla sig „annarrar-kynslóðar gúrú“.

Leyniþjónustan segir að samtökin séu með 20 starfsstöðvar í landinu og 1.190 fylgjendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leggja háar sektir á ferðamenn í ferðamannaparadísinni – „Þetta er á ábyrgð allra“

Leggja háar sektir á ferðamenn í ferðamannaparadísinni – „Þetta er á ábyrgð allra“
Pressan
Í gær

Hundurinn sleikti hana – Það varð henni að bana

Hundurinn sleikti hana – Það varð henni að bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Umdeild þingkona stendur með syni sínum sem er sakaður um að vanrækja barn sitt

Umdeild þingkona stendur með syni sínum sem er sakaður um að vanrækja barn sitt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neitað að fara um borð vegna of stórrar tösku – Atvikið rataði á dagskrá þingsins

Neitað að fara um borð vegna of stórrar tösku – Atvikið rataði á dagskrá þingsins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tónlistarkennari og flautuleikari borin þungum sökum – Lét tvær stúlkur undir lögaldri kyssast

Tónlistarkennari og flautuleikari borin þungum sökum – Lét tvær stúlkur undir lögaldri kyssast
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvænt tíðindi af tungunni

Óvænt tíðindi af tungunni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Samsæriskenningarsmiðir telja brögð í tafli varðandi Epstein-málið, varaforsetann og eiganda FOX-fréttastofunnar

Samsæriskenningarsmiðir telja brögð í tafli varðandi Epstein-málið, varaforsetann og eiganda FOX-fréttastofunnar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Afbrotafræðingur myrti fjóra háskólanema á meðan þeir sváfu og neitar að útskýra hvers vegna – Aðstandendur láta hann heyra það

Afbrotafræðingur myrti fjóra háskólanema á meðan þeir sváfu og neitar að útskýra hvers vegna – Aðstandendur láta hann heyra það