fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Pressan

Sextugur framhaldsskólakennari sviptur réttindum eftir ástarsamband við nemanda

Pressan
Þriðjudaginn 29. júlí 2025 13:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew Brook, 61 árs gamall kennari við  Queen Elizabeth High School á norðaustanverðu Englandi, hefur verið settur í lífstíðarbann í kjölfar rannsóknar á ástarsambandi hans við stúlku sem var nemandi við skólann er sambandið hófst.

Skólinn er í bænum Hexham í Northumberland. Andrew Brook var ekki lögsóttur vegna framferðis síns þar sem stúlkan var orðin 18 ára gömul er sambandið hófst en málið var tekið fyrir hjá eftirlitsnefnd með kennsluháttum og var komist að þeirri niðurstöðu að kennarinn hefði misnotað yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni og misnotað traust hennar til hans.

Andrew Brook hefur nú verið úrskurðaður í lífstíðarbann frá kennslu. Hann hafði starfað hjá þessum skóla síðan árið 1995. Stúlkan sem í hlut átti nýtur nafnleyndar en er kölluð „A“ í gögnum málsins og fréttum af því.

Í framburði sínum fyrir eftirlitsnefndinni sagði stúlkan að Brook hefði látið henni líða „eins og ég gæti ekki sagt nei við hann“ vegna stöðu hans. Ástarfundirnir, sem virðast þó í raun hafa verið kynferðisleg misnotkun, áttu sér stað í sendibíl hans fjarri alfaraleiðum. Hafði hann samræði við stúlkuna og lét hana veita sér munnmök. Sambandið hélt áfram þar til stúlkan var komin í háskóla.

Brook færði stúlkunni gjafir og skipaði henni að halda sambandi þeirra leyndu.

„Hann hafði mikið vald yfir mér, líklega hefði hann getað fengið mig til að gera hvað sem er,“ sagði stúlkan ennfremur, sem og þetta:

„Ég var ekki náin neinum öðrum og á þessum tíma var hann eini vinur minn. Ég gat ekki tengst öðrum náið af því ég þurfti að halda svo mörgum lygum leyndum. Þetta var stór hluti af lífi mínu sem ég gat ekki deilt með neinum.“

Andrew Brook neitaði því að hafa átt í sambandi við stúlkuna á fundi með stjórnendum skólans. Eftirlitsnefndin sagði að sá framburður hans hefði verið ósannur og villandi. Hann brást hins vegar við erindi nefndarinnar til sín með skriflegri yfirlýsingu þar sem hann segir að samband sitt við stúlkuna hafi byrjað þegar hún hóf nám í háskóla og eigi því ekki erindi fyrir eftirlitsnefndina heldur sé persónulegt mál milli þeirra tveggja.

Sjá nánar hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Pressan
Í gær

Alvarlegar ásakanir á hendur Elon Musk

Alvarlegar ásakanir á hendur Elon Musk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Konan sem skaut póstmanninn – Forræðisdeila og ástarflækjur ollu botnlausu hatri

Sakamál: Konan sem skaut póstmanninn – Forræðisdeila og ástarflækjur ollu botnlausu hatri