Canarian Weekly skýrir frá þessu og segir að yfirvöld vilji gera göturnar hreinni og tryggja að meira rusl sé endurunnið.
„Það er á ábyrgð allra að halda götunum hreinum,“ sagði Carolina Darias, bæjarstjóri, að sögn Canarian Weekly.
Hún sagði einnig að forvarnir séu mikilvægari en refsing en það sé samt sem áður mikilvægt að taka hart á slæmum sorpvenjum með því að beita háum sektum.
Þetta þýðir til dæmis að þeir sem taka ekki upp skítinn eftir hundinn sinn eiga 180.000 króna sekt yfir höfði sér.