Baxter var 83 ára þegar hún lést. Það var hundur barnabarns hennar sem sleikti fótlegg hennar en opið sár var á fótleggnum. Við þetta bárust bakteríur úr hundinum í Baxter og þær urðu henni að lokum að bana. Telegraph skýrir frá þessu.
Það er eiginlega ótrúlegt að einhver geti verið svona óheppinn en samt sem áður var Baxter svona óheppin. Hún datt af klósettinu sínu í lok júní og skarst á fæti. Hún hringdi því í barnabarn sitt, Caitlan Allin, sem sá aðallega um umönnun hennar.
Allin fór heim til ömmu sinnar og hafði hundinn sinn með. Hundurinn sleikti sárið á fótleggnum og daginn eftir hringdi Baxter aftur í Allin og sagðist líða illa. Hún var flutt á sjúkrahús 1. júlí.
Sýnatökur leiddu í ljós að Baxter var með bakteríuna „pasteurella multocida“ en það er baktería sem er algeng í munni hunda.
Heilsu Baxter hrakaði stöðugt og þrátt fyrir þá umönnun og meðferð, sem hún fékk, þá lést hún 7. júlí. Nýrun, lifrin og hjartað gáfu sig og því lést hún.