Donald Trump Bandaríkjaforseti hatar fátt meira en forvera sína í embætti, annars vegar Barack Obama og hins vegar Joe Biden. Í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra hélt Trump því ítrekað fram að Biden væri illa haldinn af elliglöpum og hefði ekki vitræna getu til að gegna embætti annað kjörtímabil.
Nú velta andstæðingar Trump því fyrir sér hvort hann hafi mögulega verið að kasta steinum úr glerhúsi. Trump hafi ítrekað orðið uppvís að því að gleyma orðum, nöfnum og staðarheitum og eins hefur forsetinn þóst hafa fundið upp orð sem hafa verið notuð í ensku öldum saman.
Hér eru nokkur dæmi sem hafa vakið athygli.
Trump ræddi við fjölmiðla um fyrirhugaða tolla gegn Japan í lok júní. Hann virðist þar hafa gleymt nafni Shigeru Ishiba, sem tók við embætti forsætisráðherra Japans í október á síðasta ári. Forsetinn dó þó ekki ráðalaus og kallaði Ishiba hreinlega „Herra Japan“.
„Kæri herra Japan: Hér er málið. Þú þarft að borga 25 prósenta toll á bílana ykkar.“
BREAKING: Trump has no clue who the Prime Minister of Japan is so he calls him “Mr. Japan” in the interview. How can you negotiate with somebody if you don’t know their name? pic.twitter.com/saKnV6NEFP
— Trump Lie Tracker (Commentary) (@MAGALieTracker) June 29, 2025
Forsetinn vakti svo athygli í mars og í apríl þegar hann virtist hafa uppgötvað nýtt orð, enska orðið groceries eða matvörur. Hann kallaði þetta gamaldags orð og spurði meðal annars: „Hver notar þetta orð?“
Netverjar voru fljótir að benda forsetanum á að allir sem versla sér í matinn á einhverjum tímapunkti nota þetta orð enda kallast matvöruverslanir „grocery stores“ og að versla í matinn kallast „grocery shopping“.
„Það er til gamaldags hugtak sem við notum – matvörur. Ég notaði það í kosningabaráttunni. Þetta er svo gamaldags frasi en fallegur. Matvörur. Það þýðir poki með ólíkum hlutum í.“
Sumir Bandaríkjamenn veltu því fyrir sér hvort það gæti hreinlega staðist að forsetinn hafi aldrei farið sjálfur að versla í matinn.
Trump: „An old fashioned term that we use — groceries. I used it on the campaign. It’s such an old fashioned term, but a beautiful term. Groceries. It says a bag with different things in it.“ pic.twitter.com/XbPXk2w4kA
— Aaron Rupar (@atrupar) April 2, 2025
Trump tilkynnti landsmönnum kátur í maí að hann hefði fundið upp nýtt orð, orðið „equalize“ eða að jafna. Hann var að ræða við fjölmiðla um tilraunir sínar til að lækka lyfjaverð og sagði þá:
„Í grófum dráttum er ætlum við að jafna, þetta er nýtt orð sem ég fann upp og er líklega besta orðið. Við ætlum að jafna þetta út svo við séum öll að borga það sama. Við ætlum að borga það sem Evrópa borgar.“
Orðið hefur þó verið að finna í enska tungumálinu síðan árið 1599 samkvæmt orðabók Websters.
BREAKING: At his press conference on drug prices, Trump proudly unveiled what he claims is a brand new word that he „came up with“: “Equalize.”
We’re clearly in the presence of linguistic greatness. pic.twitter.com/tYY7YP3U5b
— Brian Krassenstein (@krassenstein) May 12, 2025
Á ensku er orðið caravan stundum notað til að lýsa hópi fólks sem ferðast saman á milli svæða, svo sem í gegnum eyðimörkina eða í gegnum óvinasvæði. Eins getur það átt við um hóp bifreiða sem ferðast í bílalest. Íslenska þýðingin á caravan er til dæmis úlfaldalest sem nær þó ekki alveg utan um enska hugtakið.
Trump vildi í júní meina að hann hafi fundið orðið upp. Hann sagði þá við fjölmiðla:
„Ég held að ég hafi fundið upp þetta orð, einhver gerði það. Þetta er gott orð.“
Hann hefur í raun haldið þessu fram um árabil. Árið 2022 sagði hann: „Ég fann upp þetta hugtak, svo það komi fram. Þetta var mitt hugtak, eins og falsfréttir og annað sem við höfum fundið upp.“
Trump: They put them in caravans. I think I came up with that name but somebody did. It’s a great name. Caravan
What a fuc*ing moron pic.twitter.com/fcQWyh9QxG
— Republicans against Trump (@RpsAgainstTrump) June 26, 2025
Í mars virðist eitthvað hafa slegið út hjá forsetanum og hann gleymdi orðinu glæpamenn (e. criminals). Eins og fyrri daginn dó forsetinn ekki ráðalaus heldur reddaði sér fyrir horn með því að tala um fólk glæpa (e. people of crime).
„These are criminal people as far as I’m concerned“ — Trump on his political opponents pic.twitter.com/epEe07EZfY
— Aaron Rupar (@atrupar) October 30, 2024
Það er ekki bara herra Japan Trump hefur gleymt nafninu á. Eitt frægt dæmi var nú í sumar þegar forsetinn montaði sig af því að hafa fengið fullt hús stiga í prófi á vitrænni getu. Það gekk þó ekki betur en svo að hann ranglega kallaði lækninn sinn Ronny Johnson, en læknirinn hans heitir Ronny Jackson. Þetta varð til þess að frjálslyndi miðillinn klippti saman þriggja mínútna myndband þar sem Trump ruglast á nöfnum eða staðarheitum.
Versta dæmið þar var af kosningafundi í aðdraganda kosninganna þar sem Trump klúðraði nafni varaforseta síns, JD Vance, sem hann kallaði JP Mendel. Eins ruglaðist hann á nöfnum fyrrum forseta fulltrúadeildarinnar, Kevin McCarthy og eftirmanns hans, Steve Scalise. Hann kallaði traustan stuðningsmann sinn, fyrrverandi þingmanninn Matt Gaetz, Rick Gates. Kallaði Nancy Pelosi, fyrrum forseta fulltrúadeildarinnar, Nikki Pelosi og áfram mætti lengi telja. Eins var þekkt þegar hann kallaði Tim Cook, stjórnarformann Apple, Tim Apple.
Here are 3 minutes straight of Donald Trump confusing and forgetting people’s names, the names of cities he is in and more pic.twitter.com/OJSixOIBR9
— MeidasTouch (@MeidasTouch) June 19, 2024
Eins og áður segir þá leggur Trump fæð á forvera sinn, Joe Biden sem hann uppnefnir iðulega Syfjaða Jóa (e. Sleepy Joe). Andstæðingar forsetans hafa því haft gaman að því undanfarið að benda á tilvik þar sem Trump virðist sjálfur eiga erfitt með að halda sér vakandi.
1) “Sleepy Joe”, the MAGA said. Trump falls asleep and snores at the pope’s funeral. But let’s see more evidence of Sleepy Don next⬇️ pic.twitter.com/aCP8phvGxP
— Jack’s House 🇺🇦Radio Free NAFO (@FluteMagician) April 26, 2025
OMG! Trump is falling asleep at his parade! pic.twitter.com/D2pf7Op1s4
— @MysterySolvent (@MysterySolvents) June 15, 2025
HILARIOUS: This should be the headline on every news outlet, yet the media have chosen to remain silent.
Trump dozes off during the RNC Convention, continuing to receive preferential treatment. SLEEPY DONALD! pic.twitter.com/uMVH344mr3
— Popular Liberal 🇺🇸 (@PopularLiberal) July 16, 2024
Trump appears to be falling asleep during his afternoon event. pic.twitter.com/o5RO4RHZAX
— FactPost (@factpostnews) July 15, 2025