35 ára suðurafrískur áhafnarmeðlimur stakk 28 ára skipsfélaga sinn, konu, ítrekað með hnífi. Því næst stökk hann í sjóinn, beint í dauðann.
Lögreglan á Bahamas skýrði frá þessu að sögn Daily Mail.
Royal Carribbean, sem gerir skipið út, segir að konan hafi slasast en muni ná sér. Hún er frá Suður-Afríku.
„Því miður lést annar áhafnarmeðlimur eftir að hann féll fyrir borð,“ segir í tilkynningu frá útgerðinni.
Lík hans fannst skömmu eftir að hann stökk í sjóinn en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.
Icon of the Seas tekur 7.600 farþega.