fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Pressan

Ríkasti maður Noregs setur húsið sitt í Lundúnum á sölu – „Bretland er farið til helvítis“

Pressan
Mánudaginn 28. júlí 2025 08:30

Mynd frá London. Colin / Wikimedia Commons / CC BY-SA-4.0

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðmaðurinn John Frederiksen, sem er ríkasti maður Noregs, hefur sett húsið sitt í Lundúnum á sölu og ætlar að flytja til Sameinuðu Arabísku Furstadæmanna. Hann er fyrir með kýpverskan ríkisborgararétt.

Árum saman hefur hann gert allt sem í hans valdi stendur til að forðast Noreg og hefur búið í Lundúnum áratugum saman. Er það vegna hagstæðara skattaumhverfis þar en í Noregi.

E24 segir að auður hans sé metinn á sem svarar til rúmlega 2.000 milljarða íslenskra króna.

Húsið í Lundúnum er enginn fjallakofi, heldur 2.800 fermetra lúxuseign. Það eru tíu svefnherbergi í húsinu og því fylgir átta hektara lóð.

Charles McDowell, fasteignasali, sagði í samtali við E24 að hann viti að húsið sé til sölu þótt það hafi ekki verið auglýst opinberlega. Hann sagðist telja að auðmenn frá Hong Kong, Kína, Bandaríkjunum eða Miðausturlöndum komi helst til greina sem kaupendur.

Húsið er friðað en það var byggt snemma á átjándu öld.

The Times segir að Fredriksen hafi keypt húsið 2001 og hafi þá greitt 37 milljónir punda fyrir það. Hann er sagður vilja fá 250 milljónir punda fyrir það núna.

Nýjar skattareglur og hertar reglur um erfðafjárskatt gera að verkum að Fredriksen hyggst flytja til Miðausturlanda en þar dvelur hann mikið nú orðið.

„Þetta minnir mig sífellt meira á Noreg. Bretland er farið til helvítis. Hinn vestræni heimur er á niðurleið,“ sagði hann í samtali við E24 í júní.

Hann hefur ekki búið í Noregi síðan 1978.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Lögreglan bjargaði 21 barni frá hjónum sem eignuðust þau með staðgöngumæðrun – „Lyktar af mansali“

Lögreglan bjargaði 21 barni frá hjónum sem eignuðust þau með staðgöngumæðrun – „Lyktar af mansali“
Pressan
Fyrir 1 viku

Barnastjörnur úr frægri kvikmynd sameinast 60 árum síðar – Hefur þú séð myndina ástsælu?

Barnastjörnur úr frægri kvikmynd sameinast 60 árum síðar – Hefur þú séð myndina ástsælu?
Pressan
Fyrir 1 viku

Fékk móral eftir að hann drap eiginkonuna svo hann fór og stakk fyrrverandi konu sína 22 sinnum

Fékk móral eftir að hann drap eiginkonuna svo hann fór og stakk fyrrverandi konu sína 22 sinnum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er frétt um klámfengið bréf Trumps til Epstein að sameina MAGA-hreyfinguna aftur? – „Bandið er aftur komið saman“

Er frétt um klámfengið bréf Trumps til Epstein að sameina MAGA-hreyfinguna aftur? – „Bandið er aftur komið saman“