fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Pressan

Konan með „stærstu varir í heimi“ — Svona leit hún út fyrir allar aðgerðirnar

Pressan
Mánudaginn 28. júlí 2025 08:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2018 setti hin búlgarska Andra Ivanova sér markmið um að breyta útliti sínu, ekki aðeins með að fá gríðarlega margar sprautur í varirnar,  heldur einnig að móta höku, móta kjálka og styrkja kinnbein, samkvæmt Daily Mail. Árið 2022 hafði Ivanova þegar farið í 32 aðgerðir til að láta hana líta út eins og lifandi Bratz-dúkku. Hefur hún eytt yfir 26 þúsund dölum eða yfir 3 milljónum króna í varafyllingar og fengið þannig titilinn konan með „stærstu varir í heimi“.

Daily Mail fjallaði um Ivanovu í gær og birti myndir af henni eins og hún leit út fyrir allar aðgerðirnar.

Ivanova segir að það sé líklega fegrunaraðgerðunum að gera að ekkert er að gerast í ástarmálunum, en það stoppar hana ekki í aðgerðunum, og heldur ekki sú staðreynd að þær eru áhættusamar. Læknar hafa jafnvel varað hana við því á samfélagsmiðlum að sprautufíkn hennar sé hættuleg og hugsanlega banvæn, en það hefur engin áhrif á hana.

„Læknirinn minn var hræddur við að sprauta meiri hyaluronic sýru í varirnar á mér, en ég var staðráðin í að ég vildi meira og ég mun ekki hætta. En að þessu sinni vildi ég gera tilraunir með sjálfa mig til að sjá hversu margar sprautur og [magn af fylliefni] myndi hafa áhrif á líkama minn.“

Til viðbótar við margar breytingar á andliti hennar hefur Ivanova einnig farið í brjóstastækkun, þar sem hún fór úr 75C í 75E brjóstahaldarastærð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Lögreglan bjargaði 21 barni frá hjónum sem eignuðust þau með staðgöngumæðrun – „Lyktar af mansali“

Lögreglan bjargaði 21 barni frá hjónum sem eignuðust þau með staðgöngumæðrun – „Lyktar af mansali“
Pressan
Fyrir 1 viku

Barnastjörnur úr frægri kvikmynd sameinast 60 árum síðar – Hefur þú séð myndina ástsælu?

Barnastjörnur úr frægri kvikmynd sameinast 60 árum síðar – Hefur þú séð myndina ástsælu?
Pressan
Fyrir 1 viku

Fékk móral eftir að hann drap eiginkonuna svo hann fór og stakk fyrrverandi konu sína 22 sinnum

Fékk móral eftir að hann drap eiginkonuna svo hann fór og stakk fyrrverandi konu sína 22 sinnum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er frétt um klámfengið bréf Trumps til Epstein að sameina MAGA-hreyfinguna aftur? – „Bandið er aftur komið saman“

Er frétt um klámfengið bréf Trumps til Epstein að sameina MAGA-hreyfinguna aftur? – „Bandið er aftur komið saman“