Árið 2018 setti hin búlgarska Andra Ivanova sér markmið um að breyta útliti sínu, ekki aðeins með að fá gríðarlega margar sprautur í varirnar, heldur einnig að móta höku, móta kjálka og styrkja kinnbein, samkvæmt Daily Mail. Árið 2022 hafði Ivanova þegar farið í 32 aðgerðir til að láta hana líta út eins og lifandi Bratz-dúkku. Hefur hún eytt yfir 26 þúsund dölum eða yfir 3 milljónum króna í varafyllingar og fengið þannig titilinn konan með „stærstu varir í heimi“.
Daily Mail fjallaði um Ivanovu í gær og birti myndir af henni eins og hún leit út fyrir allar aðgerðirnar.
Ivanova segir að það sé líklega fegrunaraðgerðunum að gera að ekkert er að gerast í ástarmálunum, en það stoppar hana ekki í aðgerðunum, og heldur ekki sú staðreynd að þær eru áhættusamar. Læknar hafa jafnvel varað hana við því á samfélagsmiðlum að sprautufíkn hennar sé hættuleg og hugsanlega banvæn, en það hefur engin áhrif á hana.
„Læknirinn minn var hræddur við að sprauta meiri hyaluronic sýru í varirnar á mér, en ég var staðráðin í að ég vildi meira og ég mun ekki hætta. En að þessu sinni vildi ég gera tilraunir með sjálfa mig til að sjá hversu margar sprautur og [magn af fylliefni] myndi hafa áhrif á líkama minn.“
Til viðbótar við margar breytingar á andliti hennar hefur Ivanova einnig farið í brjóstastækkun, þar sem hún fór úr 75C í 75E brjóstahaldarastærð.