fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Pressan

Dróst inn í MRI-skanna og lést – Var með 9 kílóa keðju á sér

Pressan
Mánudaginn 28. júlí 2025 07:32

MRI skanni. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kevin McAllister, 61 árs bandarískur maður, lést nýlega þegar hann dróst inn í MRI-skanna á sjúkrahúsi í New York. Eiginkona hans segir að hann hafi verið með 9 kílóa æfingakeðju um hálsinn þegar þetta gerðist.

Adreienne Jones-McAllister sagði í samtali við News 12 Long Island að hún hafi verið í skannanum á Nassau Open MRI clinic þegar Kevin gekk inn í rýmið með 9 kílóa málmkeðju um hálsinn. Hið sterka segulsvið skannans dró hann umsvifalaust að tækinu.

Adrienne sagðist hafa verið á skannabekknum þegar hún kallaði á Kevin og bað hann um að koma og hjálpa sér niður. Hann hafi þá gengið inn í rýmið með keðjuna um hálsinn en hana notaði hann til æfinga að hennar sögn.

„Ég sá að hann snerist við og tækið dró hann inn í sig. Hann dó í örmum mínum,“ sagði hún.

Hún sagði að Kevin hafi fengið nokkur hjartaáföll eftir að hann var losaður úr tækinu og var hann síðar úrskurðaður látinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Samsæriskenningarsmiðir telja brögð í tafli varðandi Epstein-málið, varaforsetann og eiganda FOX-fréttastofunnar

Samsæriskenningarsmiðir telja brögð í tafli varðandi Epstein-málið, varaforsetann og eiganda FOX-fréttastofunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðingur myrti fjóra háskólanema á meðan þeir sváfu og neitar að útskýra hvers vegna – Aðstandendur láta hann heyra það

Afbrotafræðingur myrti fjóra háskólanema á meðan þeir sváfu og neitar að útskýra hvers vegna – Aðstandendur láta hann heyra það
Pressan
Fyrir 6 dögum

16 ára afmælið breyttist í martröð eftir að hún gleymdi að loka Facebook-viðburðinum fyrir ókunnuga

16 ára afmælið breyttist í martröð eftir að hún gleymdi að loka Facebook-viðburðinum fyrir ókunnuga
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þingkona Repúblikana sendir Trump alvarlega viðvörun – „Ef ekki þá mun grasrótin snúast gegn þér“

Þingkona Repúblikana sendir Trump alvarlega viðvörun – „Ef ekki þá mun grasrótin snúast gegn þér“
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsóknir segja rúmdýnur barna skaðlegar

Rannsóknir segja rúmdýnur barna skaðlegar
Pressan
Fyrir 1 viku

Flugfarþegi skammaði fjölskyldu sem tók sætið hans: „Mér er alveg sama um dóttur þína“

Flugfarþegi skammaði fjölskyldu sem tók sætið hans: „Mér er alveg sama um dóttur þína“
Pressan
Fyrir 1 viku

Öldungur handtekinn fyrir að skjóta leigubílstjóra vegna ágreinings um fargjaldið

Öldungur handtekinn fyrir að skjóta leigubílstjóra vegna ágreinings um fargjaldið
Pressan
Fyrir 1 viku

Andlát draugarannsakanda vekur óhug – Var á ferðalagi með brúðunni Annabelle

Andlát draugarannsakanda vekur óhug – Var á ferðalagi með brúðunni Annabelle