fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Pressan

Andlát draugarannsakanda vekur óhug – Var á ferðalagi með brúðunni Annabelle

Pressan
Föstudaginn 18. júlí 2025 17:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað þegar Dan Rivera, rannsakandi yfirnáttúrulegra fyrirbæra, lét lífið á ferðalagi með aldræmdu brúðunni Annabelle. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar í Pennsylvaníu lést Rivera af náttúrulegum sökum.

Rivera fannst óvænt látinn á hótelherbergi sínu síðustu helgi. Hann var uppgjafahermaður og hafði getið sér gott orð sem rannsakari yfirnáttúrulegra fyrirbæra. Undanfarið hafði hann ferðast um með brúðuna Annabelle og sýnt hana gestum á sérstökum viðburðum. Brúðan er alræmd fyrir að vera reimd, svo alræmd að um hana hafa verið gerðar nokkrar kvikmyndir.

Draugarannsakendurnir og hjónin Ed og Lorraine Warren sögðust hafa fengið brúðuna á áttunda áratug síðustu aldar. Hún hafði áður verið í eigu hjúkrunarfræðinema sem sagði að brúðan ætti til að hreyfa sig sjálf og að hún væri illkvittin og skuggaleg. Hjónin sögðust hafa fengið miðil til að skoða brúðuna og var niðurstaðan sú að í brúðunni hefði tekið sér bólfestur draugur lítillar stúlku, Annabelle, sem hafði látið lífið aðeins sex ára gömul.

Fyrr á þessu ári tilkynnti dánarbú Warren-hjónanna að Annabelle væri horfin, en það reyndist vera auglýsing fyrir fyrirhugaða sýningaröð, Devils on the Run. Það var einmitt mitt í þessari sýningaröð sem Dan Rivera lét lífið á dögunum. Hann hafði verið einn af talsmönnum sýninganna og framleitt þó nokkur myndbönd með Annabelle-brúðunni.

Að sjálfsögðu eru nú farnar draugasögur á kreik um andlát Rivera, en einn skipuleggjenda sýninganna sagði við fjölmiðla að Annabelle hefði ekkert með andlátið að gera.

„Það er eðlileg skýring á þessu. Dan hafði handleikið brúðuna áratugum saman. Hvers vegna núna? Gæti ekki verið að um náttúrulegar ástæður sé um að ræða?“

Dan var 54 ára þegar hann lést og lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnaleg játning: Var orðinn þreyttur á að annast 74 ára leigusala sinn og kom henni fyrir kattarnef

Óhugnaleg játning: Var orðinn þreyttur á að annast 74 ára leigusala sinn og kom henni fyrir kattarnef
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 1 viku

Risarnir snúa baki við Apple

Risarnir snúa baki við Apple