fbpx
Föstudagur 13.júní 2025
Pressan

Blandaðu þessu kryddi í kaffið – Getur komið í veg fyrir minnistap og bætt einbeitinguna

Pressan
Mánudaginn 9. júní 2025 11:00

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaffi er eitthvað sem margir geta bara ekki lifað án. Sérstaklega þegar þeir fara á fætur. Þá er kaffibolli bara algjör nauðsyn svo hægt sé að byrja daginn með góðu orkuskoti. Fyrir utan að hafa örvandi áhrif, þá hefur kaffi ákveðna heilsufarslega kosti, sérstaklega þegar ákveðnu kryddi er blandað út í það.

Í rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Springer, kemur fram að ef ein skeið af kanil er sett út í morgunkaffibollann þá geti það haft undraverð áhrif á líkamann.

Þetta hefur meðal annars eftirfarandi áhrif:

Eykur virkni andoxunarefna – Blanda af kaffi og kanil bætir upptöku andoxunarefna og hjálpar til við að fyrirbyggja taugasjúkdóma sem og hugræna sjúkdóma á borð við Alzheimers og Parkinsons.

Stjórn á krónískum sjúkdómum – Rannsóknir sýna að blanda af kaffi og kanil getur hjálpað til við að hafa stjórn á sjúkdómum á borð við sykursýki og lifrarbólgu. Ástæðan er að blandan hefur góð áhrif á blóðsykurmagnið og eykur insúlínnæmið.

Heilbrigði hjartans – Kanill styrkir heilbrigði hjartans og dregur úr líkunum á hjartasjúkdómum.

Bætt melting – Auk þess að búa yfir góðum andoxunareiginleikum, þá er kanill náttúrulegt meltingarlyf sem hjálpar til við að draga úr óþægindum í maga.

Uppspretta mikilvægra næringarefna – Kanill inniheldur mikið af vítamínum og steinefnum á borð við B6-vítamín, járn, kalsíum, zink og kalíum.

Bætt minni og hugræn starfsemi – Blandan hefur bætandi áhrif á minnið og hugræna starfsemi og kemur því að góðu gagni við verkefni sem krefjast einbeitingar og góðrar andlegrar frammistöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Greta Thunberg hvergi bangin – „Okkur var rænt“

Greta Thunberg hvergi bangin – „Okkur var rænt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pabbi Elon Musk opnar sig um deilur sonarins við Donald Trump

Pabbi Elon Musk opnar sig um deilur sonarins við Donald Trump