fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Pressan

Svona sérð þú á örskotsstund hvort það sé kominn tími til að taka kartöflurnar upp

Pressan
Sunnudaginn 8. júní 2025 16:30

Þessar kartöflur voru greinilega tilbúnar til að vera teknar upp.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur líkst fjársjóðsleit að sumu leyti að rækta kartöflur. Þær eru þarna niðri í moldinni en hvenær er kominn tími til að taka þær upp? Ef þú bíður of lengi, þá geta þær orðið mjölkenndar og þar með óspennandi til neyslu. Ef þú tekur þær upp of snemma, þá færðu bara örsmáar kartöflur (sem sumir elska raunar). En sem betur fer, þá er til ofureinfalt ráð til að vita hvort það sé kominn tími til að taka þær upp.

Þegar toppurinn á kartöflugrasinu byrjar að visna og leggjast niður, þá er hann að senda þér skýr skilaboð: Hann er að verða búinn með verkefnið sitt. Plantan er búin að nota alla sína orku í kartöflurnar og það þýðir að nú er líklega kominn tími til að taka kartöflurnar upp.

Það má ekki rugla þessu útliti kartöflugrassins saman við sjúkdóm. Gulnuð og uppþornuð blöð í júlí eða ágúst er mjög eðlilegt. Það er merki um að kartöflurnar séu að vera tilbúnar.

Ef þú ert í vafa, þá er bara hægt að stinga höndinni niður í moldina og þreifa á kartöflunum. Svo er auðvitað bara hægt að taka eitt gras upp til að sjá hversu stórar kartöflurnar eru orðnar. Svo er rétt að handleika kartöflu og finna hvort hýðið situr fast og losni nokkuð þó fingri sé strokið yfir það. Ef það losnar ekki, þá eru kartöflurnar fullþroskaðar.

Ef hýðið er þunnt og losnar auðveldlega af, þá er rétt að bíða aðeins með að taka upp því geymsluþol kartaflanna er ekki svo mikið.

Ef þú vilt geyma kartöflurnar lengi, þá skaltu láta þær liggja í moldinni í eina viku eftir að kartöflugrasið visnaði. Þá hefur hýðið tíma til að herðast og þar með eykst geymsluþolið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sydney Sweeney er byrjuð að selja baðvatnið sitt

Sydney Sweeney er byrjuð að selja baðvatnið sitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rafmyntafjölskylda grípur til aðgerða í kjölfar mannrána

Rafmyntafjölskylda grípur til aðgerða í kjölfar mannrána