fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Pressan

Þessar þrifavenjur gera meira ógagn en gagn

Pressan
Laugardaginn 7. júní 2025 13:30

Leigusalinn fékk bætur fyrir brotinn vask en ekki ófullnægjandi þrif Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er auðvitað mikilvægt að þrífa heima hjá sér og flestir sinna því reglulega þrátt fyrir að þetta sé nú ekki það skemmtilegasta sem maður tekur sér fyrir hendur. En sumar af þeim þrifavenjum, sem fólk temur sér, eru alls ekki skynsamlegar eins og lesa má hér fyrir neðan.

Trégólf – Það að þvo trégólf oft með vatni og hreingerningarefnum getur skaðað tréð og orsakað mislitun eða afmyndun. Þess í stað er mælt með að ryksuga eða sópa vikulega og moppa bara með rökum klút einu sinni í mánuði eða eftir þörfum.

Örbylgjuofn – Það er auðvitað mikilvægt að halda örbylgjuofninum hreinum en of mikil notkun á sterkum efnum getur skaðað hann að innan. Hyldu matinn, þegar verið er að hita hann, til að draga úr slettum og þurrkaðu matinn, sem sullast, upp samstundis. Góð hreingerning á eins til þriggja mánaða fresti er oft nóg.

Gluggar – Það geta komið rendur á rúður ef þær eru þrifnar of oft og þær geta einnig skaddast. Yfirleitt er nóg að þrífa rúður að innan og utan einu sinni til tvisvar á ári. Undantekningin er ef þær verða mjög skítugar eða mikið af frjókornum sest á þær.

Tréhúsgögn – Of mikil notkun á húsgagnabóni og þrifaefnum getur byggt upp klístraða himnu og skaðað náttúrlega eiginleika trésins. Þurrkaðu vikulega af tréhúsgögnum með þurrum örtrefjaklút og notaðu bón sparlega, bara þegar nauðsyn krefur.

Teppin – Tíð notkun teppahreinsara og efna getur brotið trefjarnar í teppum niður og valdið mislitun. Ryksugaðu teppin vikulega og íhugaðu að fá fagmanneskju til að þrífa þau einu sinni eða tvisvar á ári.

Ísskápurinn – Það er auðvitað mikilvægt að halda honum hreinum en ein góð hreingerning á mánuði er nóg. Þurrkaðu sull strax upp og skipulegðu hvernig er raðað í ísskápinn til lágmarka skipulagsleysi og þörfina fyrir tíð þrif.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sydney Sweeney er byrjuð að selja baðvatnið sitt

Sydney Sweeney er byrjuð að selja baðvatnið sitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rafmyntafjölskylda grípur til aðgerða í kjölfar mannrána

Rafmyntafjölskylda grípur til aðgerða í kjölfar mannrána