fbpx
Föstudagur 13.júní 2025
Pressan

Segja að Musk sé kominn skríðandi á hnjánum aftur til Trump sem hafi þó engan áhuga á sáttum – „Aumingja gaurinn“

Pressan
Laugardaginn 7. júní 2025 18:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkasti maður heims, Elon Musk og valdamesti stjórnmálamaður heims, Donald Trump, hnakkrifust á samfélagsmiðlum á fimmtudaginn. Meðal annars hótaði Trump beinum aðgerðum gegn fyrirtækjum Musk en auðkýfingurinn svaraði fyrir sig með því að gefa til kynna að án hans hefði Trump aldrei orðið forseti. Um fátt annað var talað í gær, enda þóttu þetta vera söguleg vinslit sem myndu líklega hafa töluverðar afleiðingar. Það sannaði sig fljótt þegar hlutabréf í Teslu hrundu um 15% á skömmum tíma.

Musk er sagður hafa áttað sig á að hann hafi gert hræðileg mistök. Hann sé nú skríðandi á hnjánum á eftir forsetanum í von um að hljóta aftur náð í augum hans. Trump virðist þó ekki hafa mikinn áhuga á sáttarhöndinni sem Musk hefur rétt fram. Meðal annars hefur Musk eytt færslunni þar sem hann sagði að Epstein-skjölin hafi ekki verið opinberuð í heild sinni því Trump kæmi fyrir í þeim.

Sjá einnig: Skotin ganga á víxl í ævintýralegum deilum – „Tími til að varpa stóru sprengjunni. Donald Trump er í Epstein-skjölunum“

Móðgaður forseti

„Ég er ekki einu sinni að hugsa um Elon. Hann á við vandamál að stríða, aumingja gaurinn á við vandamál að stríða,“ sagði Trump í viðtali við CNN í gær. „Ertu að tala um gaurinn sem er búinn að missa vitið?“

Blaðamaður Futurism, Victor Tangermann, segir að Musk hafi gengið of langt og Trump muni líklega aldrei fyrirgefa honum. Meðal annars hafi Musk gefið til kynna að nafn Trump væri í Epstein-skjölunum en samhengi færslunnar mætti túlka sem svo að Trump væri viðriðinn kynferðisbrot athafnamannsins Jeffrey Epstein, enda voru þeir vinir um árabil.

Mýkri Musk

Musk birti í gær og í dag færslur og athugasemdir á miðli sínum X þar sem hann er töluvert yfirvegaðri en hann var á fimmtudaginn.

Meðal annars tekur hann fram að hann hafi til að byrja með verið að gagnrýna fjárlagafrumvarpið en það hafi verið Trump sem byrjaði í persónuárásum. Musk hafði eins viðrað hugmynd um að stofna nýjan stjórnmálaflokk en virðist hafa dregið í land með það.

Einn netverji skrifaði færslu þar sem hann kom með þá tilgátu að Elon myndi stofna flokk sem fengi 20% fylgi. Flestir kjósendur kæmu úr röðum repúblikana. Þar með væri bandaríska hægrið klofið og demókratar fengju meirihluta. Demókratar myndu svo hiklaust henda Elon Musk í fangelsi. Við þessa færslu skrifar Musk: „Já klárlega.“

Öldungardeildarþingmaður demókrata, Adam Schiff, birti einnig færslu þar sem hann sagði Elon Musk hafa rétt fyrir sér um fjárlagafrumvarpið. Við því sagði Musk:

„Fáir hlutir gætu sannfært mig betur um að endurhugsa afstöðu mína en að Adam Schiff sé sammála mér.“

Eins deildi einn myndbandi þar sem Trump ræddi við blaðamenn um hótun sína að slaufa skattaívilnunum og verktakasamningum hins opinbera til fyrirtækja Musk. Trump sagði að það þyrfti að taka þetta allt til skoðunar. Musk væri moldríkur og fengi mikið af ívilnunum. Það sé bara sanngjarnt að taka þetta til skoðunar og meta með sanngjörnum hætti. Musk skrifaði við þá færslu: „Það er sanngjarnt“.

Eins sagðist Trump í sama viðtali óska Musk alls hins besta og við það myndband sagði Musk: „Sömuleiðis“

Alvarlegar afleiðingar

Trump er ekki sáttur með gagnrýni Musk á fjárlagafrumvarpið, sem forsetinn kallar „stóra, fallega frumvarpið“. Forsetinn sagði enn fremur í dag að ef Musk vogar sér að styðja frambjóðendur demókrata sem ætla að bjóða sig fram gegn þeim þingmönnum Repúblikana sem studdu frumvarpið, þá muni það hafa alvarlegar afleiðingar.

„Ef hann gerir það þarf hann að gjalda fyrir afleiðingum þess,“ sagði Trump við NBC. Forsetinn vildi ekki fara nánar í saumana á því hverjar þessar afleiðingar yrðu en tók fram að þær yrðu alvarlegar. Trump tók einnig fram að hann hafi engan áhuga á því að sættast við ríkasta mann heims og aðspurður sagðist hann sterklega reikna með því að þeirra vinskap væri lokið.

„Ég hef um nóg annað að hugsa hef enga löngun til þess að tala við hann,“ sagði forsetinn og sakaði Musk um að hafa vanvirt embætti forseta.

„Mér finnst þetta mjög slæmt. Hann er mjög dónalegur. Það má ekki vanvirða embætti forseta.“

Eins sagði Trump að gagnrýni Musk á fjárlagafrumvarpið hefði í raun sannfært marga um ágæti þess.

„Svo þannig lagað var þetta mikið lán. En hvað Elon varðar er það synd og skömm að hann sé svona þunglyndur og hnugginn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá ekki skilaboðin fyrr en 24 mínútum síðar – Þá var sonur hennar búinn að myrða 10 manns

Sá ekki skilaboðin fyrr en 24 mínútum síðar – Þá var sonur hennar búinn að myrða 10 manns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Til mikils að vinna fyrir þann sem veitir upplýsingar um þessa bræður

Til mikils að vinna fyrir þann sem veitir upplýsingar um þessa bræður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá hluta af heila sonar síns á jörðinni eftir hræðilegt slys – Læknar sögðu fjölskyldunni að kveðja

Sá hluta af heila sonar síns á jörðinni eftir hræðilegt slys – Læknar sögðu fjölskyldunni að kveðja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Greta Thunberg hvergi bangin – „Okkur var rænt“

Greta Thunberg hvergi bangin – „Okkur var rænt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona fjarlægir þú rauðvínsbletti án þess að nota hreingerningarefni

Svona fjarlægir þú rauðvínsbletti án þess að nota hreingerningarefni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stóð fyrir einu umtalaðasta svindli íþróttasögunnar – Hélt fast við framburð sinn allt til dauðadags

Stóð fyrir einu umtalaðasta svindli íþróttasögunnar – Hélt fast við framburð sinn allt til dauðadags
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hætti að láta heyra frá sér í ágúst 2010 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Hætti að láta heyra frá sér í ágúst 2010 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blóðidrifin saga Benderfjölskyldunnar – Þau tóku á móti þreyttum ferðalöngum með góðvild

Blóðidrifin saga Benderfjölskyldunnar – Þau tóku á móti þreyttum ferðalöngum með góðvild