fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Pressan

Hann er kokkur á líknardeild – Þetta er rétturinn sem hann er oftast beðinn um

Pressan
Sunnudaginn 15. júní 2025 16:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Bretinn Spencer Richard stendur í eldhúsinu, þá eru það ekki Michelin-stjörnur sem hann dreymir um. Hann vinnur þess í stað með svolítið sem er miklu stærra en Michelin-stjörnur í hans huga – að hjálpa dvalargestunum á líknardeildinni með að fá góðar máltíðir á síðustu dögum lífsins.

Hann starfar á líknardeildinni Sobell House í Oxfordskíri og maturinn hans er oft síðasta máltíðin sem fólk borðar og hann tekur þetta mjög alvarlega og finnst mikil ábyrgð hvíla á herðum sínum.

Þetta sagði hann í samtali við Mirror.

„Ég held ekki að það sé neinn stærri heiður fyrir kokk en að elda síðustu máltíðina fyrir einhvern,“ sagði hann.

En hvað vill fólk borða þegar kemur að hinstu máltíðinni? Það er sjaldnast einhver rosalega fínn matur. Oft velur fólk eitthvað sem vekur upp ákveðnar minningar. Eitthvað einfalt.

Spencer nefndi til dæmis 21 árs mann sem neitaði alfarið að borða á líknardeildinni þar til Spencer komst að því að hann elskaði skyndibitafæði. Eftir það eldaði hann bara hamborgara og taco fyrir hann og ungi maðurinn tók gleði sína á nýjan leik.

Stundum getur einföld máltíð verið plástur á margra áratuga gömul sár. 93 ára kona, sem hafði ekki haldið upp á afmælið sitt í 80 ár, fékk köku með kertum á. „Hún sagði að þetta væri besti dagur lífs hennar,“ sagði Spencer.

En það er ekki alltaf auðvelt að elda fyrir dauðvona fólk því þegar sjúkdómurinn sækir í sig veðrið, breytast bragðlaukarnir. Salt virðist sterkara og matarlystin getur horfið.

Af þeim sökum breytir Spencer réttunum, notar ekki salt og notar jurtir til að ná rétta jafnvæginu. Eitt er það þó sem flestir vilja fá: „Köku. Fólk vill gjarnar fá smá kökubita sem síðustu máltíðina,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Skurðlæknir kallaður „Hugrakkasti Bretinn“er í slæmum málum

Skurðlæknir kallaður „Hugrakkasti Bretinn“er í slæmum málum
Pressan
Í gær

Leggja háar sektir á ferðamenn í ferðamannaparadísinni – „Þetta er á ábyrgð allra“

Leggja háar sektir á ferðamenn í ferðamannaparadísinni – „Þetta er á ábyrgð allra“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera hjúkka í fimm ár

Þóttist vera hjúkka í fimm ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tónlistarkennari og flautuleikari borin þungum sökum – Lét tvær stúlkur undir lögaldri kyssast

Tónlistarkennari og flautuleikari borin þungum sökum – Lét tvær stúlkur undir lögaldri kyssast