fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Pressan

Viltu lækka kólesteróltöluna? – Þá skaltu byrja daginn með að borða þetta

Pressan
Laugardaginn 14. júní 2025 19:00

Hafragrautur er vinsæll morgunmatur. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það leikur enginn vafi á að það skiptir miklu máli að borða hollan mat. Það er því engin ástæða til að vera hikandi við að velja hollan mat  því hann stuðlar að bættri heilsu og lengir þar með væntanlega lífið.

Hollt mataræði getur einnig haft áhrif á hvernig hið daglega líf þitt er. Ef þú ert með of mikið kólesteról, þá getur það til dæmis haft hamlandi áhrif á þig í hinu daglega lífi. Það er því ekkert óeðlilegt við að fólk vilji lækka þá tölu ef hægt er.

Ef þú hefur sett þér það markmið að minnka magn kólesteróls í blóðinu og losna við fitu, þá er best að veðja á trefjaríkan mat og það allt frá morgunstundinni.

Á vefsíðunni SheFind er fjallað um málið og rætt var við næringarfræðingana Jesse Feder og Sheri Berger, sem segja að eftirtaldar fæðutegundir ættu að vera hluti af fyrstu máltíð dagsins ef fólk vill minnka magn kólesteróls.

Haframjöl

Chiafræ

Spínat

Lárpera

Hnetur

Banani

Ber (til dæmis bláber, hindber og jarðarber)

Þrátt fyrir að það geti haft mikil áhrif að byrja daginn með að borða réttu fæðuna, þá er það ekki alltaf nóg. Það eru einnig aðrir þættir sem geta haft áhrif á kólesterólið.

Það er til dæmis ekki nóg að borða hollan og næringarríkan mat á morgnana ef þú borðar síðan óhollan mat það sem eftir lifir dags eða jafnvel ekki neitt. Þetta snýst því að miklu leyti um að sætta sig við að maður þarf að breyta lífsstíl sínum hvað varðar mataræðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 dögum

Afbrotafræðingur myrti fjóra háskólanema á meðan þeir sváfu og neitar að útskýra hvers vegna – Aðstandendur láta hann heyra það

Afbrotafræðingur myrti fjóra háskólanema á meðan þeir sváfu og neitar að útskýra hvers vegna – Aðstandendur láta hann heyra það
Pressan
Fyrir 1 viku

Verjandi Jeffrey Epsteins látinn

Verjandi Jeffrey Epsteins látinn