fbpx
Sunnudagur 15.júní 2025
Pressan

Greta Thunberg hvergi bangin – „Okkur var rænt“

Pressan
Þriðjudaginn 10. júní 2025 14:53

Greta Thunberg ræðir við fjölmiðla í París en lögreglan er skammt undan. Skjáskot/Youtube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn heimsþekkta Greta Thunberg ræddi við fjölmiðla í París fyrr í dag eftir að hún kom þangað frá Ísrael en hélt svo í kjölfarið heim til Svíþjóðar. Var hún tekin höndum ásamt öðrum aðgerðasinnum af ísraelska hernum en hópurinn var á skútu á leið til Gaza með hjálpargögn. Segir Thunberg að hópnum hafi verið rænt, ráðist hafi verið á þau með ólögmætum hætti og hún harðneitar því að hafa skrifað undir nokkuð til þess að vera sleppt úr haldi.

Í sænskum fjölmiðlum er meðal annars haft eftir Thunberg:

„Við urðum fyrir ólögmætri árás á alþjóðlegu hafsvæði. Okkur var rænt af Ísrael og flutt þangað gegn vilja okkar.“

Thunberg minntist á að henni og fleirum úr hópnum hafi verið vísað frá Ísrael en hluti hópsins sé þar enn og hún viti lítið um hver staðan sé þar sem hún hafi ekki haft aðgang að síma í marga daga. Thunberg segist hafa miklar áhyggjur af þeim úr hópnum sem enn eru í Ísrael.

Aðspurð við hvers lags aðstæður Ísraelsher hafi haldið henni sagði hún þær vera ekkert í samanburði við það sem Palestínumenn mættu þola. Hún fullyrðir að hún hafi ekki undirritað yfirlýsingu um að hún hafi komið ólöglega til Ísrael en fullyrt hefur verið að þau úr hópnum sem var sleppt og vísað úr landi hafi öll gert það þar sem skilyrði hafi verið sett um það svo viðkomandi fengju að fara.

Fara ekki

Alls voru 12 manns í hópnum. Þrjú þeirra auk Thunberg hafa yfirgefið Ísrael en átta hafa mótmælt brottvísun sinni og munu því vera þar enn um sinn á meðan mál þeirra eru meðhöndluð í dómskerfinu.

Sænska utanríkisráðuneytið segir að starfsfólks sendiráðs landsins í Ísrael hafi fengið að hitta Thunberg á meðan hún var þar í haldi.

Ísraelsk yfirvöld hafa gert lítið úr siglingu hópsins til Gaza og segja leiðangurinn hafa snúist um að fá athygli og birta myndir á samfélagsmiðlum. Því neitar Thunberg og segir hópinn hafa vilja sýna samstöðu. Hún bendir á að siglingin hafi verið hluti af skipalest sem hafi siglt reglulega með hjálpargögn til Gaza frá 2008 og ætlunin sé að halda því áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Tíu klassísk mistök sem karlar gera á fyrsta stefnumótinu (og hvernig er hægt að forðast þau)

Tíu klassísk mistök sem karlar gera á fyrsta stefnumótinu (og hvernig er hægt að forðast þau)
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Er þögn góð fyrir þig?

Er þögn góð fyrir þig?
Pressan
Í gær

Sat líka í sæti 11A og lifði af flugslys þar sem yfir 100 fórust

Sat líka í sæti 11A og lifði af flugslys þar sem yfir 100 fórust
Pressan
Í gær

Dóttir Ásu og Rex skipti um skoðun áður en heimildarþættirnir fóru í loftið – Þessu trúir hún í dag í ljósi staðreynda málsins

Dóttir Ásu og Rex skipti um skoðun áður en heimildarþættirnir fóru í loftið – Þessu trúir hún í dag í ljósi staðreynda málsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afi hennar og amma tóku hana að sér og ólu upp – Svona launaði hún þeim góðmennskuna

Afi hennar og amma tóku hana að sér og ólu upp – Svona launaði hún þeim góðmennskuna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinsælasti meinti morðinginn í dag deilir 27 hlutum sem hann er þakklátur fyrir

Vinsælasti meinti morðinginn í dag deilir 27 hlutum sem hann er þakklátur fyrir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Henni var rænt og haldið fanginni í trékassa í 7 ár – Hvað varð um „Stúlkuna í kassanum“?

Henni var rænt og haldið fanginni í trékassa í 7 ár – Hvað varð um „Stúlkuna í kassanum“?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi starfsmaður DOGE opnar sig um reynslu sína og hvers vegna hann var rekinn

Fyrrverandi starfsmaður DOGE opnar sig um reynslu sína og hvers vegna hann var rekinn