Gætu þeir sem gerast sekir um þetta þurft að reiða fram sem nemur tæpum 10 þúsund krónum í sekt.
„Vinsamlegast virðið forgang þeirra farþega sem eru fyrir framan ykkur og bíðið þar til röðin kemur að ykkur,“ segir í tilkynningu frá tyrknesku flugmálastjórninni sem New York Post vísar til.
Hefur flugmálastjórnin sent þetta til flugfélaga og beðið áhafnir um að tilkynna farþega sem ekki fara eftir þessu.
Þetta er ekki það eina sem tyrknesk flugmálayfirvöld hyggjast taka á af meiri festu. Þannig varðar það sektum að losa sætisólina á meðan flugvélin er enn að aka á jörðu niðri eða að opna farangurshólf áður en flugvélin hefur stöðvast.
Washington Post ræddi við siðfræðing sem sagði sína skoðun á málinu. Segir hann að kurteisasta leiðin til að yfirgefa flugvél sé að bíða þar til næstu raðir fyrir framan mann eru tómar áður en haldið er út á ganginn.
Í ákveðnum tilfellum, til dæmis neyðartilfellum eða þegar viðkomandi er í tímaþröng vegna tengiflugs, geti þó verið réttlætanlegt að fara fyrr út á ganginn.