fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Pressan

Nú verður hart tekið á þessum ósið hjá farþegum

Pressan
Miðvikudaginn 28. maí 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugmálayfirvöld í Tyrklandi hyggjast taka hart á þeim ósið margra farþega sem standa upp of snemma og þyrpast í flugvélaganginn á meðan þeir bíða eftir að fara út úr vélinni.

Gætu þeir sem gerast sekir um þetta þurft að reiða fram sem nemur tæpum 10 þúsund krónum í sekt.

„Vinsamlegast virðið forgang þeirra farþega sem eru fyrir framan ykkur og bíðið þar til röðin kemur að ykkur,“ segir í tilkynningu frá tyrknesku flugmálastjórninni sem New York Post vísar til.

Hefur flugmálastjórnin sent þetta til flugfélaga og beðið áhafnir um að tilkynna farþega sem ekki fara eftir þessu.

Þetta er ekki það eina sem tyrknesk flugmálayfirvöld hyggjast taka á af meiri festu. Þannig varðar það sektum að losa sætisólina á meðan flugvélin er enn að aka á jörðu niðri eða að opna farangurshólf áður en flugvélin hefur stöðvast.

Washington Post ræddi við siðfræðing sem sagði sína skoðun á málinu. Segir hann að kurteisasta leiðin til að yfirgefa flugvél sé að bíða þar til næstu raðir fyrir framan mann eru tómar áður en haldið er út á ganginn.

Í ákveðnum tilfellum, til dæmis neyðartilfellum eða þegar viðkomandi er í tímaþröng vegna tengiflugs, geti þó verið réttlætanlegt að fara fyrr út á ganginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sextug kona í dái eftir að innbrotsþjófur braust inn á heimili milljarðamærings

Sextug kona í dái eftir að innbrotsþjófur braust inn á heimili milljarðamærings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíar hvattir til að drepa ekki mýflugur

Svíar hvattir til að drepa ekki mýflugur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndband virðist sýna uppnám á milli Macron og eiginkonu hans – Ýtti í andlitið á honum

Myndband virðist sýna uppnám á milli Macron og eiginkonu hans – Ýtti í andlitið á honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum lögreglustjóri flúði úr fangelsi – Dæmdur fyrir morð og nauðgun

Fyrrum lögreglustjóri flúði úr fangelsi – Dæmdur fyrir morð og nauðgun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir þetta ástæðuna fyrir að sofa eigi með gluggana lokaða

Læknir segir þetta ástæðuna fyrir að sofa eigi með gluggana lokaða
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Grænmeti er eitur“ segir prófessor í heilbrigðisfræði

„Grænmeti er eitur“ segir prófessor í heilbrigðisfræði