Mikael Rasmussen, svefnsérfræðingur hjá Center for Stress og Trivsel í Danmörku, segir að rannsókn frá Rockwool sjóðnum sýni að A-manneskjur standi sig almennt betur í lífinu.
A-manneskjur þéna að meðaltali sjö prósent lengur en B-manneskjur og lifa tíu prósent lengur.
Heimurinn er að stórum hluta innréttaður eftir dægurrytma, sem hefst snemma á morgnana, og það veitir morgunmanneskjum ákveðið forskot.
Á móti glíma B-manneskjur oft við félagslega þreytu því líkamsklukka þeirra passar ekki við uppbyggingu samfélagsins.
Camilla Kring, höfundur bókarinnar „Jeg er B-menneske“ segir að þessi þreyta geti valdið svefnskorti, lélegum svefngæðum og truflunum á dægurrytma. Þetta veldur meðal annars aukinni matarlyst sem á hlut að máli hvað varðar offitu og önnur heilbrigðisvandamál.
Rasmussen segir að svefnskortur hafi mörg neikvæð áhrif í för með sér. Hann hafi meðal annars áhrif á ónæmiskerfið, skapið og hugræna getu.