Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar The American Academy of Sleep Medicine. CNN skýrir frá þessu.
„Syfja er alvarlegt heilbrigðisvandamál sem hefur víðtæk áhrif ,“ er haft eftir Eric Olson, lækni sem vinnur við svefnrannsóknir.
Líkamlega hættan getur verið allt frá því að sofna undir stýri til þess að þróa alvarlega sjúkdóm á borð við sykursýki og hjartasjúkdóma með sér vegns svefnskorts.
Þegar þú geispar næst á leiðinlegum fundi, þá skaltu ekki bara hugsa með þér að þú þurfir að sofa aðeins. Þú átt að leita læknis að mati sérfræðinga. Ástæðan er að þetta getur einnig verið merki um kæfisvefn.