fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Pressan

Setti ótrúlegt met þegar hann hljóp yfir Ástralíu

Pressan
Þriðjudaginn 20. maí 2025 17:30

William Goodge þegar hann lauk hlaupinu í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki öllum gefið að geta hlaupið heilt maraþon og hvað þá rúmlega tvö á dag í 35 daga. Þetta er þó það sem breski ofurhlauparinn William Goodge gerði á dögunum þegar hann lauk við að hlaupa 3.800 kílómetra leið yfir Ástralíu endilanga.

Ferðalagið hófst í Cottesloe á vesturströnd Ástralíu þann 15. apríl síðastliðinn og lauk því á Bondi Beach á austurströndinni í gær. Alls tók þetta hann 35 daga og hljóp hann um eitt hundrað kílómetra á dag að jafnaði, eða sem nemur um tveimur og hálfu maraþoni.

Það er ekki ýkja langt síðan að Goodge, sem er 31 árs, hóf að stunda langhlaup af kappi. Hann fékk „hlaupabakteríuna“ eftir að móðir hans lést úr krabbameini árið 2018 og hafði hlaupið í ár það markmið að safna áheitum fyrir góðgerðasamtök meðal annars í Bretlandi og Ástralíu.

Talið er að William hafi sett heimsmet með hlaupi sínu en engum hefur tekist að hlaupa yfir Ástralíu endilanga á svo stuttum tíma. Fyrra metið og það sem enn er viðurkennt samkvæmt heimsmetabók Guinness var sett af Chris Turnbull árið 2023 þegar hann kláraði hlaupið á 39 dögum. Árið 2022 hljóp ástralski rafvirkinn Nedd Brockmann þessa leið á 47 dögum.

Í viðtali við BBC, skömmu eftir að hann lauk við hlaupið, sagði William að síðastliðinn mánuður hafi verið gríðarlega erfiður og krefjandi. „Þetta er það erfiðasta sem ég gert.“

William segir að hann hafi misst nokkrar táneglur á leið sinni og upplifað allskonar verki hér og þar. Þá segist hann hafa hugsað til móður sinnar og þess sem hún gekk í gegnum þegar hann var við það að bugast. „Mér leið eins og hún væri með mér þarna stóran hluta ferðarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bara ein sturta á viku! – Þetta eru áhrifin á húðina

Bara ein sturta á viku! – Þetta eru áhrifin á húðina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru rottur að gera þér lífið leitt? Svona er hægt að hrekja þær úr garðinum

Eru rottur að gera þér lífið leitt? Svona er hægt að hrekja þær úr garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að hugsanlega sé heimsbyggðin búin að glata hjarðónæminu gegn mislingum

Segir að hugsanlega sé heimsbyggðin búin að glata hjarðónæminu gegn mislingum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna ættirðu að borða fleiri egg

Þess vegna ættirðu að borða fleiri egg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessar matvörur er hægt að borða í nánast ótakmörkuðu magni án þess að fá samviskubit

Þessar matvörur er hægt að borða í nánast ótakmörkuðu magni án þess að fá samviskubit
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er það góð venja að tala við sjálfan sig

Þess vegna er það góð venja að tala við sjálfan sig