Það eru vísindamenn hjá Advanced Research and Invention Agency (Aria) sem hafa fengið fjárveitingu upp á sem nemur um 8,5 milljörðum króna.
Áætlun þeirra hljómar nánast eins og að hún sé tekin beint úr vísindaskáldsögu. Til stendur að flugvélar, sem munu fljúga mjög hátt, muni sprauta súlfatögnum í heiðhvolfinu. Agnirnar eiga síðan að endurkasta hluta af sólarljósinu út í geiminn.
Með þessu er ætlunin að draga úr því magni sólarorku sem nær niður á yfirborð jarðarinnar. Með þessu ætti að vera hægt að kæla jörðina niður.
Reiknað er með að tilraunir, mjög smáar í sniðum, hefjist innan húss á næstu vikum. Að þeim loknum verður hafist handa í heiðhvolfinu.