fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Ítalir í áfalli – Tvær stúdínur myrtar

Pressan
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 08:00

Ilaria Sula.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill óhugur hefur gripið ítölsku þjóðina í kjölfar þess að tvær stúdínur voru myrtar á hrottalegan hátt nýlega.

Á mánudag í síðustu viku var hin 22 ára Sara Campanella stungin til bana á strætóstöð í Messina á Sikiley. Tveimur sólarhringum síðar fann lögreglan lík hinnar 22 ára Ilaria Sula í tösku í skógi í útjaðri Rómarborgar. Hennar hafði verið saknað í hálfa aðra viku.

La Repubblica segir að ítalska þjóðin sé í áfalli vegna morðanna og mótmælti fjöldi fólks á götum úti og krafðist „menningarbyltingar“.

Nú hafa 11 konur verið myrtar í landinu á þessu ári.

Mörg hundruð konur hafa verið myrtar á Ítalíu á síðustu árum. Rúmlega 100 hafa verið stungnar til bana á hverju ári frá 2022. Flest morðin eru framin af maka eða fyrrum maka.

Sara Campanella, sem lagði stund á lífefnafræði í háskólanum í Messina, var myrt af 27 ára samnemanda sínum Stefano Argentino. Hann hefur játað morðið.

Saksóknari segir að Argentino hafi ítrekað áreitt Campanella eftir að hún hóf háskólanám fyrir tveimur árum. Hún vildi ekkert hafa með hann að gera en hann lét það ekki hafa nein áhrif á sig og áreitti hana stöðugt.

Ilaria Sula, sem lagði stund á tölfræði í La Sapienza háskólanum í Róm, hvarf þann 23. mars.

Lík hennar fannst á miðvikudag í síðustu viku. Hún hafði verið stungin í hálsinn. Mark Samson, 23 ára, fyrrum unnusti hennar hefur játað að hafa myrt hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur