fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Á þessum aldri finnum við mest fyrir einmanaleika

Pressan
Sunnudaginn 13. apríl 2025 07:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir upplifa öðru hvoru einmanaleika. Einmanaleiki er vaxandi vandamál og hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO skilgreint hann sem alþjóðlega heilsufarsógn og hefur lýst þessu sem „einmanaleikafaraldri“.

Aftonbladet skýrir frá þessu og segir að einmanaleiki hafi ekki bara áhrif á andlegt heilsufar, því hann getur einnig hafa alvarlegar líkamlegar afleiðingar, álíka og þær sem sjást hjá fólki sem reykir daglega.

Vísindamenn við Northwestern háskólann í Chicago hafa rannsakað hvernig einmanaleiki þróast í gegnum lífið. Þeir studdust við gögn úr níu mismunandi rannsóknum sem náðu til 128.000 manns frá 20 löndum.

Rannsóknin leiddi í ljós að einmanaleiki fylgir U-laga kúrfu, þar sem hann er mestur meðal ungs fólks og eldra fólks, á miðju lífsins er minnst um einmanaleika.

Rannsóknin, sem hefur verið birt í vísindaritinu Psychological Sciences, leiddi einnig í ljós að konur, tekjulágt fólk og fólk með litla menntun, var líklegra til að upplifa einmanaleika.

Eileen Graham, einn rannsóknarhöfunda, sagði að það geti dregið úr einmanaleika að „í miðju lífshlaupinu“ eigi fólk yfirleitt í meiri félagslegum samskiptum, bæði í vinnunni og í tengslum við börnin sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur