Marshella var drukkin undir stýri þegar hún ók bifreið sinni inn í höfuðstöðvar siglingaklúbbs í Newport í Michigan. Þar innandyra fór fram afmælisveisla og létust tvö börn, átta ára stúlka og fjögurra ára gamall bróðir hennar.
Móðir barnanna og ellefu ára bróðir þeirra slösuðust einnig alvarlega auk ellefu annarra sem voru í húsinu.
Marshella var sakfelld í málinu í vikunni og á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi, en endanleg refsing verður ákveðin þann 15. maí næstkomandi. Tók það kviðdóm innan við tvær klukkustundir að komast að niðurstöðu um sakfellingu.
Marshella var með tvöfalt leyfilegt magn áfengis í blóðinu þegar slysið varð.