fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Pressan

Verður líklega dæmd í lífstíðarfangelsi eftir harmleik í barnaafmæli

Pressan
Föstudaginn 7. mars 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 67 ára gamla Marshella Chidester hefur verið sakfelld fyrir morð af annarri gráðu eftir ólýsanlegan harmleik í barnaafmæli í apríl í fyrra.

Marshella var drukkin undir stýri þegar hún ók bifreið sinni inn í höfuðstöðvar siglingaklúbbs í Newport í Michigan. Þar innandyra fór fram afmælisveisla og létust tvö börn, átta ára stúlka og fjögurra ára gamall bróðir hennar.

Móðir barnanna og ellefu ára bróðir þeirra slösuðust einnig alvarlega auk ellefu annarra sem voru í húsinu.

Marshella var sakfelld í málinu í vikunni og á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi, en endanleg refsing verður ákveðin þann 15. maí næstkomandi. Tók það kviðdóm innan við tvær klukkustundir að komast að niðurstöðu um sakfellingu.

Marshella var með tvöfalt leyfilegt magn áfengis í blóðinu þegar slysið varð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rússar dansa af gleði yfir símtali Trump og Pútíns og segja Rússland nú loks hafa sigrað kalda stríðið

Rússar dansa af gleði yfir símtali Trump og Pútíns og segja Rússland nú loks hafa sigrað kalda stríðið
Pressan
Í gær

Fyrrum þingmaður repúblikana hvetur Trump til að handtaka sig og standa við stóru orðin – „Hættu að þykjast vera hörkutól“

Fyrrum þingmaður repúblikana hvetur Trump til að handtaka sig og standa við stóru orðin – „Hættu að þykjast vera hörkutól“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Byggingin sem græna gímaldið á ekki roð í

Byggingin sem græna gímaldið á ekki roð í
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsóknarblaðamaður birti sjálfu sem átti eftir að bjarga lífi hans – Ævintýralegt ráðabrugg Rússa sem vildu hefna fyrir fréttaflutning

Rannsóknarblaðamaður birti sjálfu sem átti eftir að bjarga lífi hans – Ævintýralegt ráðabrugg Rússa sem vildu hefna fyrir fréttaflutning