fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Pressan

Fyrsta manntalið í tæp 40 ár – Landsmönnum hafði fjölgað mikið miðað við síðustu áætlun

Pressan
Föstudaginn 7. mars 2025 18:30

Frá Basra í Írak. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega voru niðurstöður nýs manntals í Írak birtar en þetta var fyrsta manntalið í landinu í tæp 40 ár. Reyndust landsmenn vera 46,1 milljón.

The Independent skýrir frá þessu og segir að landsmönnum hafi fjölgað mjög frá því að óopinbert mat var lagt á fjölda þeirra árið 2009 en þá var talið að þeir væru 31,6 milljónir.

Íraskir embættismenn segja að manntalið hafi markað þáttaskil og muni skipta miklu máli varðandi margvíslega skipulagningu fyrir framtíðina og hvernig eigi að nýta auðlindir og innviði landsins.

Mohammed Tamim, ráðherra skipulagsmála, sagði á fréttamannafundi, þar sem niðurstöðurnar voru kynntar, að manntalið sýni að ríkisstjórnin sé staðráðin í að bæta lífsskilyrði landsmanna.

Ríkisstjórnin er að reyna að bæta öryggi í landinu eftir áratug stríðsástand og ótryggt ástand samhliða því. Einnig er verið að reyna að þróa efnahag landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rússar dansa af gleði yfir símtali Trump og Pútíns og segja Rússland nú loks hafa sigrað kalda stríðið

Rússar dansa af gleði yfir símtali Trump og Pútíns og segja Rússland nú loks hafa sigrað kalda stríðið
Pressan
Í gær

Fyrrum þingmaður repúblikana hvetur Trump til að handtaka sig og standa við stóru orðin – „Hættu að þykjast vera hörkutól“

Fyrrum þingmaður repúblikana hvetur Trump til að handtaka sig og standa við stóru orðin – „Hættu að þykjast vera hörkutól“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Byggingin sem græna gímaldið á ekki roð í

Byggingin sem græna gímaldið á ekki roð í
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsóknarblaðamaður birti sjálfu sem átti eftir að bjarga lífi hans – Ævintýralegt ráðabrugg Rússa sem vildu hefna fyrir fréttaflutning

Rannsóknarblaðamaður birti sjálfu sem átti eftir að bjarga lífi hans – Ævintýralegt ráðabrugg Rússa sem vildu hefna fyrir fréttaflutning