The Independent skýrir frá þessu og segir að landsmönnum hafi fjölgað mjög frá því að óopinbert mat var lagt á fjölda þeirra árið 2009 en þá var talið að þeir væru 31,6 milljónir.
Íraskir embættismenn segja að manntalið hafi markað þáttaskil og muni skipta miklu máli varðandi margvíslega skipulagningu fyrir framtíðina og hvernig eigi að nýta auðlindir og innviði landsins.
Mohammed Tamim, ráðherra skipulagsmála, sagði á fréttamannafundi, þar sem niðurstöðurnar voru kynntar, að manntalið sýni að ríkisstjórnin sé staðráðin í að bæta lífsskilyrði landsmanna.
Ríkisstjórnin er að reyna að bæta öryggi í landinu eftir áratug stríðsástand og ótryggt ástand samhliða því. Einnig er verið að reyna að þróa efnahag landsins.