fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Pressan

Læknir segir að þessi matvæli vinni gegn hármissi

Pressan
Laugardaginn 22. mars 2025 16:30

Spínat vinnur gegn hármissi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið mikið áfall að missa hárið og það getur verið óþægilegt. Margir þættir valda hármissi. Samkvæmt upplýsingum frá National Health Services þá er eðlilegt að missa 50 til 100 hár á dag en yfirleitt tekur fólk ekki eftir því.

Þrátt fyrir að það sé oft ekki neitt sérstakt áhyggjuefni að missa hár, þá getur það stundum verið merki um heilsufarsvandamál og þá er mikilvægt að leita til læknis. Tímabundinn hármissir getur verið afleiðing af stressi, sjúkdómum, járnskorti, þyngdartapi eða aukaverkanir af krabbameinsmeðferð.

Dr. Suhail Alam, sérfræðingur í hárígræðslum og forstjóri Aventus Clinic, mælir með fæðu sem inniheldur mikið af næringarefnum á borð við bíótíni, járni, sinki og omega-3 fitusýrum til að örva hárvöxtinn og koma í veg fyrir að hárið þynnist.

Hér fyrir neðan er listi yfir nokkur matvæli sem styrkja hárið:

Ostrur – Þær innihalda 16,6 mg af sinki í hverjum 100 grömmum og eru ein besta uppspretta þessa mikilvæga steinefnis. Sinkskortur veldur hármissi, því sink gegnir lykilhlutverki í starfsemi hársekkjanna.

Lax – Hann inniheldur um 2,3 grömm af omega-3 fitusýrum í hverjum 100 grömmum. Þetta styrkir hársvörðinn og dregur úr bólgum sem geta valdið hármissi.

Egg – Þau innihalda um 12,5 grömm af prótíni og 25 µg bíótín í hverjum 100 grömmum. Þessi efni styrkja hárið.

Spínat – Það inniheldur um 2,7 mg af járni og 28 mg af C-vítamíni í hverjum 100 grömmum. Þetta styrkir upptöku járns og styrkir hárið. Spínat inniheldur einnig fólat og A-vítamín sem styrkja hársekkina.

Þess utan mælir Alam með neyslu á grískri jógúrt, sætum kartöflum, papriku og þangi til að styrkja hárið og vinna gegn hármissi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Í gær

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi