fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Pressan

Svikahrappur hélt að 100 ára maður væri auðvelt fórnarlamb – Hafði algjörlega rangt fyrir sér

Pressan
Sunnudaginn 9. febrúar 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir hafa eflaust heyrt viðvaranirnar um að skýra aldrei frá upplýsingum um bankareikninga sína eða annað í símann. Samt sem áður ganga margir í þessa gildru, oft eldra fólk, því svikahrapparnir geta verið mjög sannfærandi.

En 100 ára sænskur maður, búsettur í Nyköping, lét svikahrapp ekki narra sig, þvert á móti, því hann setti upp snjalla gildru sem varð svikahrappinum að falli.

Södermanlands Nyheter segir að svikahrappur, kona, hafi hringt í manninn og sagt að svikahrappar hefðu komist inn á bankareikning hans og eina leiðin til að tryggja að þeir gætu ekki náð peningunum hans, yrði hann að láta henni kortaupplýsingar sínar í té.

Gamli maðurinn ákvað að taka þátt í þessu og þau sömdu um að konan myndi koma heim til hans til að fá greiðslukortið hans og nauðsynlegar upplýsingar.

En um leið og símtalinu lauk, hringdi hann í lögregluna.

Þegar konan kom heim til mannsins reiknaði hún væntanlega með að hitta auðtrúa gamlan mann. En þess í stað var það lögreglan sem beið hennar og handtók hana.

Konan á ákæru yfir höfði sér fyrir tilraun til fjársvika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fyrrum þingmaður repúblikana hvetur Trump til að handtaka sig og standa við stóru orðin – „Hættu að þykjast vera hörkutól“

Fyrrum þingmaður repúblikana hvetur Trump til að handtaka sig og standa við stóru orðin – „Hættu að þykjast vera hörkutól“
Pressan
Í gær

Dularfull heimsókn fransks kjarnorkukafbáts til Kanada

Dularfull heimsókn fransks kjarnorkukafbáts til Kanada
Pressan
Í gær

Góð dóttir eða hvað? – Stýrði hönd deyjandi móður sinnar til að tryggja sér arf

Góð dóttir eða hvað? – Stýrði hönd deyjandi móður sinnar til að tryggja sér arf
Pressan
Í gær

On­lyFans-fyrir­sæta ákærð fyrir morð eftir að blætis­gjörningur fór úr böndunum

On­lyFans-fyrir­sæta ákærð fyrir morð eftir að blætis­gjörningur fór úr böndunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund viðskiptavinir fá bætur – Tveir menn pissuðu í matinn

Mörg þúsund viðskiptavinir fá bætur – Tveir menn pissuðu í matinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martröð Pelicot-fjölskyldunnar er ekki lokið – Rannsaka fleiri alvarlegar ásakanir

Martröð Pelicot-fjölskyldunnar er ekki lokið – Rannsaka fleiri alvarlegar ásakanir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsóknarblaðamaður birti sjálfu sem átti eftir að bjarga lífi hans – Ævintýralegt ráðabrugg Rússa sem vildu hefna fyrir fréttaflutning

Rannsóknarblaðamaður birti sjálfu sem átti eftir að bjarga lífi hans – Ævintýralegt ráðabrugg Rússa sem vildu hefna fyrir fréttaflutning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur birti myndband og er nú ein hataðasta manneskjan í Ástralíu -„Er ég illmennið?“

Áhrifavaldur birti myndband og er nú ein hataðasta manneskjan í Ástralíu -„Er ég illmennið?“