fbpx
Föstudagur 28.mars 2025
Pressan

Lenti í árekstri á Teslunni sinni en hún endaði á að þurfa að borga fyrirtækinu bætur

Pressan
Mánudaginn 17. febrúar 2025 10:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar 2021 var Zhang Yazhou á ferð með föður sínum og móður þegar faðir hennar missti skyndilega stjórn á bílnum og lenti í árekstri.

Zhang sat við hlið föður síns sem sat undir stýri á Teslu Model 3-bifreið Zhang þegar hann byrjaði skyndilega að kalla í örvæntingu sinni að bremsurnar á bílnum virkuðu ekki. Bifreiðin var að nálgast rautt ljós og tókst föður hennar að sveigja fram hjá tveimur bílnum en á gatnamótunum lenti hann í árekstri við pallbíl og annan fólksbíl uns hann nam staðar á steinsteyptum vegg.

Faðir hennar og móðir voru fluttu á sjúkrahús talsvert slösuð en Zhang slapp ómeidd. Hún ákvað að láta til sín taka á samfélagsmiðlum eftir slysið og gagnrýna bílaframleiðandann vegna þess hvernig tekið var á málinu.

Ekki vildi betur til en svo að Tesla fór í mál við Zhang vegna órökstuddra ásakana, að mati lögmanna fyrirtækisins, og endaði hún á að þurfa að borga Tesla sem nemur tæpur þremur milljónum króna en auk þess þurfti hún að biðjast opinberlega afsökunar á ásökunum sínum.

Í frétt ABC, sem fjallar um málið kemur fram að Zhang sé ekki eini Teslu-eigandinn sem lent hefur í þessu. Á undanförnum árum hefur sex bíleigendum verið stefnt, öllum í Kína, og hefur Tesla unnið öll málin. Þá hefur tveimur fjölmiðlum verið stefnt og hefur Tesla einnig unnið þau mál.

Í umfjöllun ABC kemur fram að Zhang hafi reynt hvað hún gat að fá afhentar upplýsingar úr tölvukerfi bílsins sem hefðu getað varpað ljósi á hvað gerðist nákvæmlega í aðdraganda slyssins. Tesla hafnaði því hins vegar að afhenda þessi gögn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar
Pressan
Í gær

Brúðarkjóll Melania Trump falur fyrir 6 milljónir

Brúðarkjóll Melania Trump falur fyrir 6 milljónir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju er bjór seldur í sixpack?

Af hverju er bjór seldur í sixpack?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún er með nýra úr svíni og slær daglega met og vekur vonir margra

Hún er með nýra úr svíni og slær daglega met og vekur vonir margra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að Frakkar „eigi að vera þakklátir fyrir að tala ekki þýsku“

Segir að Frakkar „eigi að vera þakklátir fyrir að tala ekki þýsku“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Donald Trump tryllist út af málverki sem stuðningsmenn hans borguðu fyrir

Donald Trump tryllist út af málverki sem stuðningsmenn hans borguðu fyrir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump svarar því hverju hann trúir um morðið á John F. Kennedy – „Ég trúi því, og hef alltaf gert“

Trump svarar því hverju hann trúir um morðið á John F. Kennedy – „Ég trúi því, og hef alltaf gert“