AP fjallar um þetta.
Þó að fjöldinn í fyrra hafi verið minni en skólaárið þar á undan, þegar yfir 10.000 bönn voru skráð, er hann enn langt yfir því sem áður tíðkaðist.
Í frétt AP kemur fram að 80% tilfella í fyrra hafi átt sér stað í aðeins þremur ríkjum, það er Flórída, Texas og Tennessee. Þar hafa lög verið sett, eða reynt að setja á lög, sem gera yfirvöldum kleift að fjarlægja eða banna bækur sem taldar eru óviðeigandi.
Hins vegar eru ríki á borð við Illinois, Maryland og New Jersey með lög sem takmarka möguleika skóla og bókasafna til að fjarlægja bækur.
Í umfjöllun AP kemur fram að Stephen King hafi reynst mest ritskoðaði höfundurinn, en 206 tilvik tengdust bókum hans, þar á meðal Carrie og The Stand. Mest bannaða bókin var þó A Clockwork Orange, dystópísk skáldsaga Anthony Burgess frá sjöunda áratugnum. Einnig hafa bækur eftir Patriciu McCormick, Judy Blume, Jennifer Niven, Söruh J. Maas og Jodi Picoult sætt takmörkunum.
Bækur sem innihalda efni sem tengjast LGBTQ+ málefnum, kynþáttum, ofbeldi eða kynferðisofbeldi eru oftast bannaðar, samkvæmt úttekt PEN.