fbpx
Laugardagur 04.október 2025
Pressan

Segja hönnunargalla í Teslu hafa valdið dauða dóttur þeirra

Pressan
Laugardaginn 4. október 2025 14:30

Krysta Tsukahara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar hinnar nítján ára gömlu Krystu Tsukahara hafa höfðað mál gegn rafbílafyrirtækinu Tesla. Dóttir þeirra sat í aftursæti Cybertruck-bifreiðar þegar ökumaðurinn missti stjórn á henni og ók á tré. Eldur kom upp í kjölfarið og gat Krysta ekki opnað dyrnar.

Slysið varð í San Francisco þann 27. nóvember 2024 en ökumaður bifreiðarinnar var undir áhrifum fíkniefna og áfengis þegar slysið varð. Þrír af þeim fjórum sem voru í bílnum létust í slysinu, þar á meðal ökumaðurinn Soren Dixon.

Nokkuð hefur verið fjallað um rafknúin hurðarhandföng í bifreiðum frá Tesla og er skemmst að minnast fréttar frá 22. september síðastliðnum þar sem sagt var frá slysi í Þýskalandi. 43 ára karl og tvö níu ára börn brunnu inn en þau komust ekki út eftir að rafstýrð hurðarhandföng urðu óvirk eftir að eldur kom upp.

Í sömu frétt var greint frá því að NHTSA, bandaríska umferðaröryggisstofnunin, hefði tilkynnt að hún hefði hafið rannsókn á Tesla Model Y-bifreiðum, árgerð 2021, vegna tilkynninga um að rafstýrð hurðarhandföng geti orðið óvirk þar sem rafhlaðan sem

Í stefnu foreldra Krystu kemur fram að forsvarsmenn Teslu hafi vitað af þessum galla árum saman og fyrirtækið hefði getað gert ráðstafanir til að leysa vandann. Það hafi hins vegar ekki gerst.

Í frétt New York Times kemur fram að málsóknin bætist við nokkrar aðrar sambærilegar.

Í ágúst komst kviðdómur í Flórída að þeirri niðurstöðu að fjölskylda háskólanema sem lést þegar stjórnlaus Tesla ók á hann fyrir nokkrum árum, skyldi fá yfir 240 milljónir dollara í skaðabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Systur fundnar á lífi eftir að hafa verið saknað í 36 ár – Sást seinast til þeirra rétt áður en móðir þeirra var myrt

Systur fundnar á lífi eftir að hafa verið saknað í 36 ár – Sást seinast til þeirra rétt áður en móðir þeirra var myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Voru fljót að láta sig hverfa úr Airbnb-íbúð þegar þau komu auga á þetta

Voru fljót að láta sig hverfa úr Airbnb-íbúð þegar þau komu auga á þetta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flutti til Bandaríkjanna til að láta drauminn rætast – Endaði svo í mörgum líkpokum

Flutti til Bandaríkjanna til að láta drauminn rætast – Endaði svo í mörgum líkpokum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telur að á bak við flest vandamál heimsins séu aldraðir menn sem neita að sleppa takinu

Telur að á bak við flest vandamál heimsins séu aldraðir menn sem neita að sleppa takinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Líkið í frystinum sem varð smánarblettur í réttarsögu Sviss – Hver myrti Christine Zwahlen?

Líkið í frystinum sem varð smánarblettur í réttarsögu Sviss – Hver myrti Christine Zwahlen?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ung móðir grunuð um að reyna að drekkja þremur börnum sínum í almenningssundlaug

Ung móðir grunuð um að reyna að drekkja þremur börnum sínum í almenningssundlaug