Fjölskylda tveggja barna móður frá Indiana Í Bandaríkjunum leitar örvæntingarfull svara viku eftir að konan hvarf í eldsvoða á heimili hennar sem yfirvöld telja „grunsamlegan“.
Britney Gard, 46 ára, var skráð sem týnd og í hættu eftir að neyðarlið brást við reyk á heimili hennar í Bainbridge í Indiana miðvikudaginn 1. október, að sögn yfirlýsingar lögreglunnar í Putnam-sýslu.
Þeim tókst ekki að finna Gard inni á heimili hennar og ítrekaðar tilraunir til að hafa samband við hana báru ekki árangur, að sögn lögreglunnar.
Síðast sást til Gard og var talað við hana kvöldið þann 30. september, að sögn lögreglunnar á staðnum. Fjölskylda hennar áttaði sig á því að hún væri týnd eftir eldinn.
Dóttir hennar sagði að hún hefði vitað að eitthvað væri að þegar móðir hennar mætti ekki á blakleik sem dóttirin lék í þann 1. október. Systir Gard, Stephanie Bowen, sagði við fjölmiðla að Gard væri mesta klappstýra barnanna sinna og það væri óvenjulegt af henni að missa af leik dóttur sinnar.
Bowen bætti einnig við að bíll Gards og handtaska hennar hefðu verið skilin eftir heima hjá henni. „Mér finnst eins og það sé eitthvað stærra hér sem við vitum ekki og einhver viti eitthvað,“ sagði hún.
Fjölskylda Gard, ásamt lögreglu, er nú að setja meiri kraft í leitina að henni. Þeir hafa sett myndir af henni og lýst eftir henni um allan bæinn, þar á meðal á bensínstöðvum og á pizzakössum.
Yfirvöld hafa einnig notað dróna til að leita að Gard á svæðinu, að sögn sýslumannsins. Þeir höfðu haft samband við Náttúruauðlindastofnun Indiana til að fá aðstoð við leitina að Gard í tjörn á landi hennar strax eftir að hún hvarf – en án árangurs.
Í uppfærðri yfirlýsingu frá lögregluembættinu, föstudaginn 3. október, sagði að rannsóknarlögreglumenn teldu að eldurinn hefði verið „grunsamlegur að eðlisfari“ og að niðurstöður þeirra yrðu lagðar fyrir rannsóknarlögreglumenn á meðan rannsóknin heldur áfram.
Gard er 175 cm á hæð, 64 kg og hefur sítt svart hár, samkvæmt lögregluembættinu. Hver sem er með upplýsingar er beðinn um að hringja í sérstakt símanúmer vegna málsins. Einnig hafa á stvinir hennar sett upp Facebook-síðu sem kallast „Finndu Britney Gard“ og er tileinkuð því að vekja athygli á hvarfi hennar.