Íbúar í Houston í Bandaríkjunum óttast að raðmorðingi gangi þar laus en fjöldi líka hefur undanfarið fundist í síkjum á svæðinu, þar af fimm á innan við viku. Allt í allt hafa 22 lík fundist í síkjum á árinu. Íbúar eru uggandi og ræða hinar ýmsu samsæriskenningar á netinu.
Þetta hefur orðið til þess að þann 23. september sá borgarstjórinn, John Whitmire, sig knúinn til að boða til blaðamannafundar til að kveða niður háværan raðmorðingjaorðróm.
@travelwithrae 🫡 I’m on it yall The city needs Batman, but you’ve got me 🕵️ #houston #darkhumor #truecrime #buffalobayoupark #imjealous ♬ The Theme of Law & Order – Mike Post
Prófessorinn Robert Spicer starfar við Millersville-háskólann í Pennsylvaníu en hann rannsakar samsæriskenningar. Hann segir enga furðu að orðrómurinn hafi farið af stað. Þarna hafi mörg lík fundist á svipuðum stað og óhjákvæmlega muni einhverjir tengja málin saman. Mannsheilinn leiti að mynstrum og á það til að sjá slík þó að þau séu ekki til staðar. Eins hafi aukin pólitísk skautun í bandarísku samfélagi haft í för með sér mikla tortryggni í garð yfirvalda.
Refsiréttarprófessor við Sam Houston-háskólann líkir stöðunni við kvikmyndina Jaws. Þar hafi bæjarstjóri neitað fram í rauðan dauðann að hákarl væri að herja á fólk til að fæla ekki ferðamenn frá á háannatíma.
„Það er mál að þessum getgátum linni,“ sagði borgarstjórinn. Engin gögn bentu til þess að um raðmorðingja væri að ræða. „Það er mjög svekkjandi að sitja heima og horfa á fréttir eða samfélagsmiðla og sjá fólk dreifa einhverju sem ég veit að er rangt.“
@withluv_rachel And the search continues, gang! 🕵🏻♀️ (& no, I’m not running by myself) #houston #buffalobayou #crime ♬ The Theme of Law & Order – Mike Post
Whitmire tók fram að það sé algengt að fólk finnist látið í síkjunum. Það sé alltaf sorglegt, en ekkert nýtt heldur. Whitmire telur að þeir látnu séu einkum jaðarsett fólk sem glími við áfengis- og fíkniefnafíkn. Þau hafi hreinlega drukknað af slysförum eða af eigin dáðum.
Borgarstjórinn hefur þó verið harðlega gagnrýndur fyrir blaðamannafundinn. Þar hafi hann lítið gert til sefa íbúa sem margir eru hræddir og upplifa sig berskjaldaða fyrir hættu.
Íbúar hafa því ákveðið að grípa til eigin ráða og heita því að leita meinta raðmorðingjann uppi. Með snjallsíma og hlaupaskó að vopni freista íbúar þess að endurheimta öryggistilfinninguna sína og vonast til að leysa ráðgátuna sem yfirvöld neiti að sé til staðar. Að sjálfsögðu eru birt myndbönd af leitinni á samfélagsmiðlum með myllumerkjum á borð við #Houstonserialkiller, #Buffalobayokiller og álíka.
@withluv_rachel And the search continues, gang! 🕵🏻♀️ (& no, I’m not running by myself) #houston #buffalobayou #crime ♬ The Theme of Law & Order – Mike Post
Houston chronicle greinir frá.