fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Pressan

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“

Pressan
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 16:37

Pútín og Trump á göngu fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að beita Rússland viðurlögum ef Vladimir Pútín forseti Rússlands nær ekki að semja um frið við Úkraínu.

Forsetinn skrifaði á samfélagsmiðil sinn, TruthSocial í dag:

„Náið sáttum og HÆTTIÐ þessu fáránlega stríði! ÞETTA VERÐUR BARA VERRA. Ef við náum ekki „samkomulagi“ og það fljótlega þá hef ég um ekkert annað að velja í stöðunni en að leggja á háa skatta, verndartolla og viðskiptaþvinganir á allt sem Rússland selur til Bandaríkjanna.“

Trump sagði að samningum yrði náð með góðu eða illu. Það væri þó í allra hag að gera þetta með góðu.

Forsetinn tók fram að það sé honum þvert um geð að valda Rússlandi skaða enda elski hann Rússa og hafi ávallt átt í góðum samskiptum við Pútín. Hann sé þó að gera Rússlandi greiða með því að skapa þennan þrýsting, enda efnahagur Rússlands að hruni kominn.

„Ljúkum þessu stríði, sem hefði aldrei brotist út ef ég hefði verið forseti, nú þegar. Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina – og auðvelda leiðin er alltaf farsælust“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Handtaka í tengslum við 20 ára morðmál

Handtaka í tengslum við 20 ára morðmál
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverskum leikara var rænt – Málið vekur athygli á óhugnanlegum iðnaði í Mjanmar

Kínverskum leikara var rænt – Málið vekur athygli á óhugnanlegum iðnaði í Mjanmar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Starfsfólk Musk lokar á tölvuaðgang embættisfólks

Starfsfólk Musk lokar á tölvuaðgang embættisfólks
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flutti frá Bandaríkjunum og myrti dóttur sína síðan – Sagði hana hafa birt „ámælisverð“ myndbönd á TikTok

Flutti frá Bandaríkjunum og myrti dóttur sína síðan – Sagði hana hafa birt „ámælisverð“ myndbönd á TikTok
Pressan
Fyrir 4 dögum

Byssumaðurinn í Svíþjóð: „Hann var einfari“

Byssumaðurinn í Svíþjóð: „Hann var einfari“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það vill enginn dvelja í þessu fangelsi

Það vill enginn dvelja í þessu fangelsi