fbpx
Laugardagur 20.september 2025
Pressan

Gefur í skyn að fjölskyldan ætli að flytja aftur til Bretlands

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 20. september 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry prins, hertogi af Sussex, gaf í skyn að hann og eiginkona hans, Meghan Markle, væru að íhuga að snúa aftur til Bretlands þegar hann spjallaði við tónlistarkonuna Joss Stone á WellChild-verðlaunahátíðinni í London í síðustu viku.

Stone sagði við tímaritið Hello! á mánudag að Harry hefði rætt við hana um nýlega flutninga hennar aftur til Bretlands.

„Hann var að segja hversu frábærir skólarnir væru hér og hversu mikilvægt samfélagið væri fyrir börn. Það var gaman að deila því með honum því það er einmitt þess vegna sem við fundum okkur knúin til að koma aftur.“

Stone, sem á fjögur börn með eiginmanni sínum Cody DaLuz, vildi ala upp börnin sín í „öruggu umhverfi … umkringd fjölskyldu, vinum og sterkri tilfinningu fyrir að tilheyra samfélagi.“

Harry virtist hafa „einlægan áhuga“ á flutningum Stone, að hennar sögn.

„Hann … spurði hvernig okkur gengi að aðlagast aftur. Hann er bara mjög hlýr og jarðbundinn, eins og alltaf. Kannski flytur Harry líka aftur. Það væri fínt.“

Harry fór frá Englandi árið 2020 með Markle og syni þeirra, Archie prins, sem nú er sex ára.

Eftir að hafa dvalið stuttlega í Los Angeles og Kanada fluttu hjónin í höfðingjasetur í Montecito í Kaliforníu, þar sem þau búa enn með syni sínum og fjögurra ára dóttur, Lilibet prinsessu.

Karl konungur hefur aðeins hitt Lilibet einu sinni þegar fjölskyldan heimsótti Bretland í tilefni af platínuafmæli Elísabetar II. drottningar árið 2022.

Í maí lýsti Harry yfir löngun sinni til að sættast við föður sinn, sem hann hefur verið fjarlægur í mörg ár.

„Það er enginn tilgangur í að halda áfram að rífast,“ sagði Harry við BBC News á þeim tíma og benti á að Karl „vildi ekki tala“ við hann. „Það væri gott að sættast.“

Fjórum mánuðum síðar hittust feðgrnir fyrr í þessum mánuði á fundi í Clarence House, heimili konungs, sem stóð yfir í næstum klukkustund. Munu þeir hafa rætt málin yfir ensku te og Harry sýnt fjölskyldumyndir og myndbönd í síma sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

WSJ sakar dómsmálaráðherra um alvarlega hræsni í nafni Charlie Kirk sem hefði aldrei samþykkt þetta

WSJ sakar dómsmálaráðherra um alvarlega hræsni í nafni Charlie Kirk sem hefði aldrei samþykkt þetta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinn grunaði í máli Madeleine McCann gengur nú laus

Hinn grunaði í máli Madeleine McCann gengur nú laus
Pressan
Fyrir 1 viku

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 1 viku

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix