fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Pressan

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Pressan
Fimmtudaginn 11. september 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Feðgarnir Harry prins og Karl konungur áttu endurfundi á miðvikudag, og er það í fyrsta sinn sem feðgarnir hittast í meira en ár.

Í móttöku fyrir Invictus-leika sína sama dag var Harry hrókur alls fagnaðar þegar hann spjallaði við styrktaraðila leikana og embættismenn. Harry mætti í móttökuna beint frá endurfundunum við föður sinn og sagði hann við blaðamenn að Karli konungi liði frábærlega.

Það sást til Harry prins þegar hann mætti á heimili Karls konungs í London, Clarence House, í teboð fyrr á miðvikudaginn. Feðgarnir spjölluðu saman í rétt innan við klukkustund, sem lofað góðu fyrir áframhaldandi samskipti, enda mun lengra en 30 mínútna spjall þeirra í febrúar 2024 eftir að konungurinn tilkynnti um krabbameinsgreiningu sína.

Harry mætir á fund föður síns.

Harry hefur verið í deilum við föður sinn, og bróður, Vilhjálm prins, 43 ára, síðan hann og eiginkona hans, Meghan Markle, sögðu af sér konunglegum skyldum árið 2020. Í kjölfarið afhjúpuðu hjónin leyndarmál konungsfjölskyldunnar í nokkrum viðtölum sínum um konungsfjölskylduna. Harry deildi persónulegum upplýsingum um deilur sínar við föður sinn og eldri bróður í endurminningum sínum Spare sem komu út árið 2023.

Deilurnar milli feðganna ágerðust einnig þegar Harry krafðist þess öryggisgæslu, sem breskir skattborgarar greiða, meðan hann var í Bretlandi. Harry taldi sig hafa verið beittur órétti þegar hann var sviptur öryggisgæslu eftir að hann sagði sig frá konunglegum skyldum og sagði hann faðir sinn hafa fullt vald til að leysa málið.

Harry hefur nýlega reynt að bæta samband sitt við konungsfjölskylduna. Í síðasta mánuði bárust fréttir af því að hann myndi hitta föður sinn í heimsókn sinni til London fyrir árlegu WellChild-verðlaunin 8. september, sem voru á afmælisdegi Elísabetar II drottningar.

„Enginn lætur eins og fjölskyldumálin í heild sinni hafi verið leyst, en þetta snýst um að byrja með Karli og Harry,“ sagði heimildarmaður við The Mirror á þeim tíma. „Í fyrsta skipti í langan tíma er raunverulegur möguleiki á að sátt sé innan seilingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum Rússlandsforseti segir Finnland undirbúa sig undir stríð við Rússa

Fyrrum Rússlandsforseti segir Finnland undirbúa sig undir stríð við Rússa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðherrann og fleiri segja af sér vegna banvænna mótmæla – Samfélagsmiðlabanninu aflétt

Forsætisráðherrann og fleiri segja af sér vegna banvænna mótmæla – Samfélagsmiðlabanninu aflétt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjálfsskaði, svik og sjúkt klám – Hryllingssaga bresks læknis

Sjálfsskaði, svik og sjúkt klám – Hryllingssaga bresks læknis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lík níu ára stúlku fannst í poka við árbakka – Fósturmóðirin ákærð fyrir morð

Lík níu ára stúlku fannst í poka við árbakka – Fósturmóðirin ákærð fyrir morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Tóku eftir óvenjulegu athæfi lífvarða einræðisherrans eftir að hann yfirgaf herbergið

Tóku eftir óvenjulegu athæfi lífvarða einræðisherrans eftir að hann yfirgaf herbergið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þriggja barna móðir fór út að skokka – Það endaði ekki vel

Þriggja barna móðir fór út að skokka – Það endaði ekki vel