Sumum bregður við þetta en það er svo sem engin ástæða til þess því silfurskottur gera okkur ekki neitt því þær bíta ekki, stinga ekki og bera ekki með sér sjúkdóma.
Þetta eru í raun mjög friðsöm dýr sem hafa mestan áhuga á að gæða sér á pappír, veggfóðurslími og góðgæti sem lendir á gólfinu.
Í umfjöllun um þessi litlu dýr bendir Onet á að silfurskottur geti þó verið við vandræða fyrir þá sem eiga gamlar bækur, safna mikilvægum skjölum eða frímerkjum eða elska veggskreytingar.
Ef silfurskotturnar fjölga sér mjög mikið, þá geta þær ógnað fínu bókunum, frímerkjunum og veggskreytingunum.
Silfurskottur elska hita og raka og því engin furða að baðherbergið sé í uppáhaldi hjá þeim sem og skápar undir vaskinum og dimm horn.
Ef þú vilt fækka silfurskottunum og jafnvel útrýma þeim, þá er aðalatriðið að halda húsinu hreinu og þurru og vel loftræstu.
Það er því góð hugmynd að lofta vel út eftir baðferðir.
Svo er líka hægt að setja blöndu af sykri og bórsýru í hornin. Duft með lavandel- eða sítrónuilmi fer líka illa í silfurskottur.