fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Pressan

„Konur, hinsegin fólk og samkynhneigðir munu fljótlega átta sig á hvaðan hin raunverulega ógn gegn frelsi þeirra kemur“

Pressan
Föstudaginn 29. ágúst 2025 07:00

Fáni hinsegin fólks. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Konur, hinsegin fólk og samkynhneigðir munu fljótlega átta sig á hvaðan hin raunverulega ógn gegn frelsi þeirra kemur.“ Svona hljóðar fyrirsögn greinar eftir Bo Heimann, blaðamann og rithöfund, sem birtist nýlega í Jótlandspóstinum.

Í greininni fjallar hann um viðkvæmt mál, hómófóbíu meðal múslima og segir meðal annars: „Hómófóbían meðal múslima er hættuleg, því hún tengist stærra samfélagsverkefni: að hafna algjörlega grundvallarstoð lýðræðisins okkar um jafnrétti, frjálslyndi og rétt einstaklingsins.“

Hann segir síðan að hómófóbía sé mun útbreiddari meðal múslima í Danmörku en hjá þeim sem ekki tilheyra neinum trúfélögum eða eru í dönsku þjóðkirkjunni. Hann segir að niðurstöður nýrrar rannsóknar dönsku smitsjúkdómastofnunarinnar sýni að múslímskir karlar séu næstum því fjórum sinnum meira hómófóbískir en danska þjóðin að meðaltali. Hjá múslímskum konum er hlutfallið lægra en þær eru að sögn Heimann tvisvar sinnum hómófóbískari en danska þjóðin er að meðaltali.

„Aðeins 17% karlkyns múslima og 26% kvenkyns múslima í Danmörku telja að kynlíf tveggja einstaklinga af sama kyni sé siðferðislega ásættanlegt. Hatrið í garð samkynhneigðra er sem sagt mjög útbreitt hjá almennum múslimum. Við erum ekki bara að tala um öfgasinnaða íslamista,“ segir hann og bætir við að það komi heldur ekki á óvart að margir fjölmiðlar hafi komið með afsakanir á niðurstöðunum: „„Já en Vitni Jehóva eru líka hómófóbísk.“ Já, það er því miður einnig niðurstaða rannsóknarinnar. En það eru bara um 15.000 af þeim og þeir refsa bara fólki í sínum eigin söfnuði. Hegðun þeirra ógnar ekki samfélaginu. Þannig er það þvert á móti í samfélagi múslima, þar sem stjórnsemi og hatur beinist út á við gegn samfélaginu.“

Hann segir síðan að fram að þessu hafi femínistar og aðgerðasinnar úr röðum LGBT+ náð að forðast að gagnrýna feðraveldið, kúgunina og ofbeldið í samfélögum múslima. En rannsóknin hafi þó orðið til þess að LGBT+ Danmark hafi játað að þar á bæ hafi fólk verið „snertifælið“ þegar kemur að þessu.

„Rétta lýsingin er að þarna hefur fólk brugðist. Í staðinn fyrir að gagnrýna það augljósa og hjálpa raunverulegum fórnarlömbum hefur fólk villst út í allskonar óskýra umræðu um kynbundna þætti, 50 mismunandi kyn og spjallsíður um karlmennsku á Internetinu.“

„Ef samkynhneigðir, hinsegin og konur vilja halda frelsi sínu, þá verða þau að átta sig á hvaðan hin raunverulega ógn gegn frelsi þeirra kemur.“

Í lokaorðum sínum segir hann síðan: „Hómófóbían hjá múslimum er sérstaklega hættuleg og það er alls ekki hægt að bera hana saman við hefðbundna heimskulega hómófóbíu af því að hún tengist stærra samfélagslegu verkefni: að hafna algjörlega grundvallarstoð lýðræðisins okkar um jafnrétti, frjálslyndi og rétt einstaklingsins. Við megum ekki láta hómófóbíu múslima sigra baráttulaust. Ekki bara af því að samkynhneigðir eiga auðvitað ekki að greiða það gjald. Heldur af því að þetta snýst einnig um kúgun hinsegin fólks, stúlkna og kvenna og djúpt undir um baráttu gegn veraldlegu, opnu og lýðræðislegu samfélagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fullyrða að ChatGPT hafi átt þátt í sjálfsvígi 16 ára sonar þeirra

Fullyrða að ChatGPT hafi átt þátt í sjálfsvígi 16 ára sonar þeirra
Pressan
Í gær

Ætla að gefa 200.000 flugmiða til að styrkja ferðamannaiðnaðinn í landinu

Ætla að gefa 200.000 flugmiða til að styrkja ferðamannaiðnaðinn í landinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það var útilokað að fanga eiturlyfjabaróninn – Snilldaráætlun var hrundið úr vör með ólíklegum samstarfsaðila

Það var útilokað að fanga eiturlyfjabaróninn – Snilldaráætlun var hrundið úr vör með ólíklegum samstarfsaðila
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þriggja ára stúlka gekk inn á sjúkrahús með hníf í höfðinu

Þriggja ára stúlka gekk inn á sjúkrahús með hníf í höfðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagði að bjarndýr hefði orðið föður sínum að bana – Ótrúlegar vendingar í málinu

Sagði að bjarndýr hefði orðið föður sínum að bana – Ótrúlegar vendingar í málinu